Síðast malbikað árið 2006

Víða eru djúp hjólför í vegum á höfuðborgarsvæðinu. Í Ártúnsbrekkunni verður ástandið varhugavert á votviðrisdögum þegar vatn safnast í förin sem getur valdið því að ökumenn missi stjórn á ökutækjum. Hættan getur svo orðið enn meiri þegar frystir og ísíng myndast ofan í hjólförunum.

Vegagerðin, sem er veghaldari á helstu samgönguæðum, hefur lagt mesta áherslu á að malbika mikið skemmda og holótta vegakafla á undanförnum árum og að nauðsynlegt hafi verið að forgangsraða í þeim efnum þar sem ekki hefur verið nægt fé til ráðstöfunar.

Í svari við fyrirspurn mbl.is kemur fram að sumar akreinar á leið upp Ártúnsbrekkuna hafi verið malbikaðar á síðustu sumrum en þó eru þar kaflar sem hafa ekki verið malbikaðir frá árinu 2006 eins og í tilviki vegkaflans frá N1 að Höfðabakkabrú en á áætlun er að bæta úr því næsta sumar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert