Dómari tekur tímabundið við máli

Héraðsdómur Reykjavíkur er til húsa við Austurstræti 19. Málið er …
Héraðsdómur Reykjavíkur er til húsa við Austurstræti 19. Málið er rekið þar. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Nýr dómsformaður hefur tekið við markaðsmisnotkunarmáli Glitnis eftir að dómsformaður ákvað að víkja frá málinu í byrjun desember. Nýi dómsformaðurinn tekur þó aðeins við málinu tímabundið og mun það færast til þriðja dómarans, en honum hafði reyndar upphaflega verið úthlutað málinu en þurfti svo að segja sig frá því vegna námsleyfis.

Upphaflega fékk dómarinn Arngrímur Ísberg málið í sínar hendur og var með það í þingfestingu og fyrstu fyrirtökum. Síðar sagði hann sig frá því vegna námsleyfis og tók þá Sigríður Hjaltested við sem nýr dómsformaður.

Frétt mbl.is: Nýr dómari í Glitnismáli

Frétt mbl.is: Dómari víkur í Glitnismáli

Verj­end­ur í mál­inu höfðu gert at­huga­semd­ir við Sig­ríður Hjaltested héraðsdóm­ari væri dóms­formaður þar sem eig­inmaður henn­ar hafi verið starfsmaður bank­ans á þeim tíma sem meint brot ákær­unn­ar áttu sér stað. Tók Sigríður undir með þeim þegar gögn í málinu lágu fyrir, en eiginmaður hennar kom meðal annars fram í einhverjum gögnum. Sagði hún sig þá frá málinu, en ekki var ljóst hver myndi taka við því.

Símon Sigvaldsson héraðsdómari tók tímabundið við málinu í dag við málflutning um úrskurðaratriði. Mun Arngrímur Ísberg aftur taka við málinu þegar hann kemur til baka úr námsleyfi í lok febrúar, en aðalmeðferð í málinu verður væntanlega ekki fyrir þann tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka