Matráður Réttarholtsskóla og valdir nemendur seldu í kvöld matarpakka til foreldra og annarra tengdum nemendum skólans en ágóðinn mun allur renna til Mæðrastyrksnefndar. Kokkarnir knáu fengu hráefnið gefins frá birgjum skólans og var miðað að því að halda kostnaði í núlli.
Þrír aðalréttir voru í boði; lambapottréttur frá Túnis, fiskréttur með alsírsku ívafi og mexíkósk kjúklingasúpa. Réttirnir voru seldir á 3.000 krónur fyrir kílóið og hægt var að kaupa meðlæti með, á 1.000 krónur fyrir 500 gr.
Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði, var ekki annað að sjá en viðtökurnar væru góðar.