„Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt“

Brynjar Níelsson alþingismaður.
Brynjar Níelsson alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að vandamálið sem við glímum við núna sé að of mikið af útgjöldum er í fjárlagafrumvarpinu. Við erum að fara of bratt. Við ættum að hugsa núna hvort ástæða sé til að skera niður og beita aðhaldi og aga. Til lengri tíma litið kann það að vera betra fyrir þjóðina,“ sagði Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins þar sem hann ræddi fjármál ríkisins.

Brynjar sagði að það óskiljanlega umræðu sem heyrts hefði í röðum sumra stjórnmálaflokka í tengslum við tilraunir til stjórnarmyndunar að fjárlagafrumvarpið sem lagt hefur verið fram fæli í sér niðurskurðarfjárlög þegar veruleikinn væri sá „að þetta er sennilega mesta útgjaldaaukningarfrumvarp síðan kannski 2007, kannski næstmesta í sögunni.“

Þegar hins vegar horft væri á fjáraukalögin og viðbæturnar þar, lokafjárlög þar sem verið væri „að stroka út skuldir flestra ef ekki allra stofnana, halann sem menn hafa dregið á eftir sér, það er gífurleg aukning.“ Engu að síður væri talað eins og ekkert hefði verið gert jafnvel þó söguleg aukning hafi orðið í framlögum til velferðarmála, heilbrigðismála og almannatryggingamála. Engu að síður væri talað eins og eintómur niðurskurður hafi átt sér stað.

„Í hvaða veruleika erum við eiginlega komin? Mér er þetta algjörlega óskiljanlegt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert