Möguleikar í pattstöðu

Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar koma til fundar.
Formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar koma til fundar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Í augna­blik­inu eru stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðurn­ar í patt­stöðu. Þar að auki er álag í þing­inu við af­greiðslu mála þar, svo fólk hef­ur ekki mik­inn tíma til að tala sam­an,“ seg­ir Bene­dikt Jó­hann­es­son, formaður Viðreisn­ar.

„Mér finnst ósenni­legt að nokkuð ger­ist fyrr en í fyrsta lagi um helg­ina. Það eru nokkr­ir tækni­leg­ir mögu­leik­ar í stöðunni. Enn sem komið er tel ég að Viðreisn, Björt framtíð og Sjálf­stæðis­flokk­ur séu ekki til­bú­in að setj­ast niður aft­ur. Ég ætla ekki að út­loka neitt stjórn­ar­mynst­ur, nema að við göng­um ekki sem þriðji flokk­ur inn í nú­ver­andi stjórn­ar­sam­starf.“

Hægt miðar í viðræðunum um mynd­un nýrr­ar ríkss­stjórn­ar, skv. sam­töl­um Morg­un­blaðsins í gær­kvöldi við tals­menn flokk­anna. Birgitta Jóns­dótt­ir, for­ystu­kona Pírata, skilaði umboði for­seta Íslands til stjórn­ar­mynd­un­ar á mánu­dag. Síðan þá hef­ur fólk átt í óform­leg­um viðræðum, en þær hafa þó ekki leitt af sér neina hreyf­ingu á mál­um. Segja viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins sem svo að eft­ir hverja viðræðulotu þurfi fólk and­rúm bæði til að meta stöðuna og safna kröft­um fyr­ir næstu törn. „Fólk tal­ar sam­an á kaffi­stof­unni á Alþingi, en þar erum við fyrst og fremst að vinna í þing­mál­um,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður VG.

„Ég er ekk­ert endi­lega bjart­sýnn á að stjórn­ar­mynd­un ná­ist fyr­ir jól,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, for­sæt­is­ráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert