Spennan magnast fyrir Stjörnustríði

Fáar kvikmyndir njóta jafnmikillar hylli og Stjörnustríðs sagnabálkurinn. Í kvöld verður byrjað að sýna nýjustu myndina í flokknum sem aðdáendur hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Fáir þó jafn mikilli og Stefán Gunnar Sveinsson sem gengst fyllilega við því að vera Stjörnustríðs-nörd. 

Við ræddum við Stefán Gunnar um myndina Rogue One sem er fyrir nokkrar sakir tímamótamynd í Stjörnustríðs-seríunni, hún er t.a.m. fyrsta myndin sem gerist fyrir utan söguþráðinn í fyrstu myndunum sjö og sú fyrsta sem tónskáldið John Williams semur ekki tónlistina í.

Það er því eðlilegt að spyrja alvöru Stjörnustríðs-nörd um væntingar til myndarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert