B-deildin tóm eftir 10 ár

Gert er ráð fyrir um 118 milljörðum kr. einskiptis uppgjöri …
Gert er ráð fyrir um 118 milljörðum kr. einskiptis uppgjöri gagnvart A-deild LSR og yfirtöku lífeyrisskuldbindinga í fjáraukalagafrumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Hækka þarf fram­lög til B-deild­ar Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins um 2,6 millj­arða í ár vegna líf­eyr­is­hækk­ana bótaþega, skv. fjár­auka­laga­frum­varpi árs­ins.

Á næsta ári mun ríkið borga 5 millj­arða inn á líf­eyr­is­skuld­bind­ingu B-deild­ar­inn­ar en fram kom í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­málaráðherra á Alþingi í vik­unni að í kring­um árið 2026 tæmd­ist eign­astaða Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins í B-deild­inni á móti skuld­bind­ing­um. 

„Og þá sitja skuld­bind­ing­ar ein­ar eft­ir og rík­is­sjóður mun að óbreyttu frá þeim tíma, verði ekk­ert gert í millitíðinni, sem við reynd­ar ætl­um að gera eins og fjár­laga­frum­varpið ber með sér fyr­ir næsta ár, [...] þurfa að greiða út á bil­inu 25 til 30 millj­arða ár hvert til að mæta þeim þegar út­gefnu skuld­bind­ing­um,“ sagði hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert