Framsóknarmenn fagna aldarafmælinu

Forysta Framsóknar; Sigurður Ingi, Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður og Jón …
Forysta Framsóknar; Sigurður Ingi, Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður og Jón Björn Hákonarson ritari. mbl.is/Golli

„Það hefur verið gæfa flokksins að honum hefur auðnast að laga sig að breyttum tímum og gert það vel, án þess nokkurn tímann að víkja frá grunngildunum. Og enn stöndum við frammi fyrir áskorunum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, í grein sem birtist á heimasíðu Framsóknarflokksins í dag, þegar flokkurinn fagnar 100 ára afmæli.

Framkvæmdastjórn flokksins bauð til afmælishátíðar í Þjóðleikhúsinu í kvöld, en á sama tíma efndi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, til veislu á Akureyri.

Í grein sinni segir Sigurður að flokkurinn eigi sér mikla sögu og að hann endurnýjaði sig stöðugt. Hann hefði átt erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og ætti erindi við hana í dag. Þá leit hann yfir sviðið í dag.

Ný ríkisstjórn að loknum kosningum í október hefur ekki enn verið mynduð, önnur staða er uppi á Alþingi en við höfum átt að venjast. Úrslit kosninganna eru vísbending um að mynduð verði ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri. Milli jaðranna vinstri og hægri í stjórnmálum er miðjan, þungamiðjan. Þar erum við og höfum verið í heila öld.

Formaðurinn heilsar Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi ráðherra og þingflokksformanni Framsóknar.
Formaðurinn heilsar Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi ráðherra og þingflokksformanni Framsóknar. mbl.is/Golli
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ásamt Sigfúsi Karlssyni í veislunni fyrir norðan. …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ásamt Sigfúsi Karlssyni í veislunni fyrir norðan. Þar mættu um 80 manns. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Vilhelm Ágústsson og Hákon Hákonarson létu sig ekki vanta í …
Vilhelm Ágústsson og Hákon Hákonarson létu sig ekki vanta í boð Sigmundar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, og Gerður Jónsdóttir, fyrrverandi …
Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, og Gerður Jónsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Feðginin Anna Kolbrún og Árni V. Friðriksson.
Feðginin Anna Kolbrún og Árni V. Friðriksson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Ungir herramenn í teitinu fyrir norðan.
Ungir herramenn í teitinu fyrir norðan. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Sigmundur Davíð heilsar upp á gesti.
Sigmundur Davíð heilsar upp á gesti. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Halldóra Kristín Hauksdóttir og Viðar Valdimarsson.
Halldóra Kristín Hauksdóttir og Viðar Valdimarsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Sigmundur ásamt Hjörleifi Hallgríms.
Sigmundur ásamt Hjörleifi Hallgríms. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert