Bréf frá Jörundi til sölu á eBay

Framhlið bréfsins sem Jörundur sendi Fritz bróður sínum.
Framhlið bréfsins sem Jörundur sendi Fritz bróður sínum.

Sendi­bréf frá Jörgen Jörgensen eða Jör­undi hunda­daga­kon­ungi til Fritz, bróður hans, er til sölu á upp­boðsvefn­um eBay. Lág­marks­boð 799,95 doll­ar­ar, um 91 þúsund krón­ur, en til­boðsfrest­ur renn­ur út á þriðju­dag.

Bréfið var sent frá London til Kaup­manna­hafn­ar 7. mars 1824. Það er ófrí­merkt enda var fyrsta frí­merkið gefið út í Bretlandi 1. maí 1840.

Jör­und­ur hunda­daga­kon­ung­ur var við völd á Íslandi um nokk­urra vikna skeið sum­arið 1809. Hann var dansk­ur æv­in­týramaður, fædd­ur 1780. Selj­andi bréfs­ins á eBay er skráður á Seltjarn­ar­nesi. Á vefn­um kem­ur fram að hann sé reynd­ur og hátt­skrifaður hjá eBay og hafi selt þar 14.818 muni síðan árið 2000.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert