Árangurslaus fundur í kjaradeilu

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Ljósmynd/Jón Baldvin Halldórsson

Fund­ur í kjara­deilu Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hjá rík­is­sátta­semj­ara var ár­ang­urs­laus. Rík­is­sátta­semj­ari sleit fundi og hef­ur ekki boðað nýj­an. Nýr fund­ur verður lík­lega boðaður á nýju ári.  

„Staðan er ekki góð. Við finn­um lít­inn samn­ings­vilja,” seg­ir Inga Rún Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig frek­ar um kjara­deil­una. 

Ekki er út­lit fyr­ir að boðað verði til nýs fund­ar í kjara­deil­unni fyrr en eft­ir ára­mót. Ekki nema eitt­hvað nýtt komi upp í stöðunni fram að því, ap sögn Bryn­dís­ar Hlöðvers­dótt­ur, rík­is­sátta­semj­ara. Sam­kvæmt lög­um er rík­is­sátta­semj­ara skylt að boða nýj­an fund inn­an hálfs mánaðar frá þeim síðasta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka