Árangurslaus fundur í kjaradeilu

Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Ljósmynd/Jón Baldvin Halldórsson

Fundur í kjaradeilu Fé­lags kenn­ara og stjórn­enda í tón­list­ar­skól­um og Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hjá ríkissáttasemjara var árangurslaus. Ríkissáttasemjari sleit fundi og hefur ekki boðað nýjan. Nýr fundur verður líklega boðaður á nýju ári.  

„Staðan er ekki góð. Við finnum lítinn samningsvilja,” segir Inga Rún Ólafs­dótt­ir, formaður samn­inga­nefnd­ar Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig frekar um kjaradeiluna. 

Ekki er útlit fyrir að boðað verði til nýs fundar í kjaradeilunni fyrr en eftir áramót. Ekki nema eitthvað nýtt komi upp í stöðunni fram að því, ap sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. Samkvæmt lögum er ríkissáttasemjara skylt að boða nýjan fund innan hálfs mánaðar frá þeim síðasta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert