Bað ekki um efni viðtalsins fyrirfram

Sigmundur Davíð Gunnlaigsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaigsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/RAX

„Ég hafði óskað eft­ir viðtali við hann í til­efni dags­ins með SMS-skila­boðum, en eng­in svör fengið. Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið,“ seg­ir Sunna Val­gerðardótt­ir, fréttamaður á Rík­is­út­varp­inu, á Face­book-síðu sinni um viðtal sem hún tók við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, odd­vita Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi, á föstu­dag­inn.

Frétt mbl.is: „Þrá­hyggja SDG-hóps­ins að áger­ast“

Sunna Valgerðardóttir fréttamaður.
Sunna Val­gerðardótt­ir fréttamaður.

Meðal ann­ars var Sig­mund­ur Davíð spurður í viðtal­inu um fjar­vist­ir hans frá þing­fund­um og öðrum störf­um Alþing­is frá þing­kosn­ing­um og lýsti hann því þá yfir að viðtal­inu væri lokið. Sakaði hann Sunnu um að biðja um viðtal á fölsk­um for­send­um þar sem viðtalið hefði átt að snú­ast um 100 ára af­mæli Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fram­sókn­ar­menn fögnuðu á föstu­dag­inn.

„Sig­mund­ur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða and­ar­tak áður en við tók­um viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyr­ir­fram, eins og stjórn­mála­menn gera þó gjarn­an,“ seg­ir Sunna enn­frem­ur um aðdrag­anda þess að viðtalið var tekið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert