Bað ekki um efni viðtalsins fyrirfram

Sigmundur Davíð Gunnlaigsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaigsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/RAX

„Ég hafði óskað eftir viðtali við hann í tilefni dagsins með SMS-skilaboðum, en engin svör fengið. Við ákváðum því að fara á staðinn og kanna hvort hann myndi veita viðtalið,“ segir Sunna Valgerðardóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, á Facebook-síðu sinni um viðtal sem hún tók við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, oddvita Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, á föstudaginn.

Frétt mbl.is: „Þráhyggja SDG-hópsins að ágerast“

Sunna Valgerðardóttir fréttamaður.
Sunna Valgerðardóttir fréttamaður.

Meðal annars var Sigmundur Davíð spurður í viðtalinu um fjarvistir hans frá þingfundum og öðrum störfum Alþingis frá þingkosningum og lýsti hann því þá yfir að viðtalinu væri lokið. Sakaði hann Sunnu um að biðja um viðtal á fölskum forsendum þar sem viðtalið hefði átt að snúast um 100 ára afmæli Framsóknarflokksins sem framsóknarmenn fögnuðu á föstudaginn.

„Sigmundur Davíð tók mér vel og bað mig að bíða andartak áður en við tókum viðtalið. Hann spurði mig aldrei um efni þess fyrirfram, eins og stjórnmálamenn gera þó gjarnan,“ segir Sunna ennfremur um aðdraganda þess að viðtalið var tekið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert