Jörð skelfur fyrir norðan

Frá Hjalteyri þar sem jarðsjálftinn átti upptök sín.
Frá Hjalteyri þar sem jarðsjálftinn átti upptök sín. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jarðskjálfti upp á 3,5 stig skók Norðurland í morgun. Samkvæmt vef Veðurstofunnar átti skjálftinn upptök sín suður af Grenivík á rúmlega tólf kílómetra dýpi. Að sögn blaðamanns Mbl.is á Akureyri fundu margir skjálftann þar.

Annar minni skjálfti með upptök á svipuðum slóðum reið yfir kl. 9:41, þremur mínútum fyrir þann stærri, en sá var 1,1 að stærð samkvæmt vef Veðurstofunnar.

Bjarki Kaldalóns Fries, náttúruvársérfræðingur á jarðskjálftavakt Veðurstofu Íslands, segir að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Einn skjálfti upp á 1,6 hafi einnig riðið yfir kl. 9:50. Allir skjálftanir eigi upptök sín á 11-12 kílómetra dýpi við Hjalteyri vestanmegin í Eyjafirði.

Margir íbúar á svæðinu hafi hringt í Veðurstofuna og tilkynnt um að þeir hafi fundið jarðskjálftana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert