Lífeyrisfrumvarp úr nefnd

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Lífeyrisfrumvarpið verður tekið út úr nefnd á morgun, mánudag,“ segir Brynjar Níelsson, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, í Morgunblaðinu í dag. Fer frumvarp um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins því í aðra umræðu á þinginu í dag.

Ef engar breytingartillögur koma fram er óvíst hvort frumvarpið fer í nefnd að umræðu lokinni eða beint í atkvæðagreiðslu. „Þetta er mjög nauðsynlegt og mikilvægt mál sem er til bóta fyrir alla,“ bætir Brynjar við og á einnig von á að frumvarp um Kjararáð fari úr nefnd í dag og í aðra umræðu. Þá eru engar breytingar fyrirhugaðar á hinum svokallaða bandormi, eða frumvarpi um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017.

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundar aftur í dag en kom ekki saman um helgina. Fjárlaganefnd fundaði hins vegar yfir helgina en þar er til umræðu fjárlagafrumvarp 2017.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert