Mislæg gatnamót duga ekki vegna umferðarþunga

Þung umferð á Miklubraut.
Þung umferð á Miklubraut. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ástæða þess að Reykjavíkurborg hafi ekki þrýst á um að fá fjármuni frá Alþingi vegna framkvæmda á umferðarmannvirkjum í borginni sé sú að árið 2012 hafi verið samið við Vegagerðina og hið opinbera um að fá allt að einum milljarði á ári til tíu ára til þess að byggja upp almenningssamgöngur.

Þetta segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, í Morgunblaðinu í dag. Gegn þessu segir hann að í staðinn myndi Reykjavík ekki ráðast í stórar framkvæmdir á borð við mislæg gatnamót á tímabilinu.

Frétt mbl.is: Engin beiðni frá borginni

Aukinheldur segir Hjálmar sérfræðinga segja það engu breyta þótt byggð verði mislæg gatnamót því framtíðarspár um umferðarþunga sýni að gatnakerfið muni springa ef umferð vegna einkabílsins eykst á sama hraða og hún hefur gert liðna áratugi.

„Samkomulagið fólst í því að Vegagerðin væri ekki skyldug til að fara í gríðarlega dýrar framkvæmdir á borð við mislæg gatnamót og Sundabraut. Þess í stað að fjármagnið yrði sett í vistvænar almenningssamgöngur. Bílaumferð er ekki eini samgöngumátinn, heldur ein tegund samgöngumáta,“ segir Hjálmar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert