Mislæg gatnamót duga ekki vegna umferðarþunga

Þung umferð á Miklubraut.
Þung umferð á Miklubraut. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ástæða þess að Reykja­vík­ur­borg hafi ekki þrýst á um að fá fjár­muni frá Alþingi vegna fram­kvæmda á um­ferðarmann­virkj­um í borg­inni sé sú að árið 2012 hafi verið samið við Vega­gerðina og hið op­in­bera um að fá allt að ein­um millj­arði á ári til tíu ára til þess að byggja upp al­menn­ings­sam­göng­ur.

Þetta seg­ir Hjálm­ar Sveins­son, formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs, í Morg­un­blaðinu í dag. Gegn þessu seg­ir hann að í staðinn myndi Reykja­vík ekki ráðast í stór­ar fram­kvæmd­ir á borð við mis­læg gatna­mót á tíma­bil­inu.

Frétt mbl.is: Eng­in beiðni frá borg­inni

Auk­in­held­ur seg­ir Hjálm­ar sér­fræðinga segja það engu breyta þótt byggð verði mis­læg gatna­mót því framtíðarspár um um­ferðarþunga sýni að gatna­kerfið muni springa ef um­ferð vegna einka­bíls­ins eykst á sama hraða og hún hef­ur gert liðna ára­tugi.

„Sam­komu­lagið fólst í því að Vega­gerðin væri ekki skyldug til að fara í gríðarlega dýr­ar fram­kvæmd­ir á borð við mis­læg gatna­mót og Sunda­braut. Þess í stað að fjár­magnið yrði sett í vist­væn­ar al­menn­ings­sam­göng­ur. Bílaum­ferð er ekki eini sam­göngu­mát­inn, held­ur ein teg­und sam­göngu­máta,“ seg­ir Hjálm­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert