Pylsur til Afganistan

„Mér leist ekki á þetta til að byrja með,“ segir …
„Mér leist ekki á þetta til að byrja með,“ segir jólasveinninn Bjúgnakrækir sem á dögunum var sendur til Afganistan og fleiri landa af UNICEF á Íslandi. Teikning/Brian Pilkington

 

„Mér leist ekki á þetta til að byrja með,“ seg­ir jóla­sveinn­inn Bjúgnakrækir sem á dög­un­um var send­ur til Af­gan­ist­an og fleiri landa af UNICEF á Íslandi. Þangað fór hann með svo­kallaða „skóla í kassa“ en það eru kass­ar sem inni­halda öll helstu náms­gögn sem börn í neyðaraðstæðum þurfa til að halda skóla­göngu sinni áfram.

„Mér fannst ein­hvern veg­inn liggja beinna við að færa þeim mat. Þau eru ekki bein­lín­is að maka krók­inn þarna á þess­um slóðum. Væri ekki nær að fara með pyls­ur til þeirra? Börn elska pyls­ur ... velflest alla vega.“

En Bjúgnakræki átti eft­ir að snú­ast hug­ur í þessu máli. „Starfs­fólk UNICEF út­skýrði fyr­ir mér að mennt­un væri eitt beitt­asta vopnið sem til væri gegn fátækt og hungri. „Skóli í kassa“ er bráðabirgðaskóli sem ger­ir krökk­um kleift að halda áfram að læra við neyðaraðstæður. Þannig finna þau fyr­ir ör­yggi og reglu­festu við erfiðar aðstæður og það hjálpar þeim mjög mikið. Snemma beyg­ist krókur­inn og allt það.“ 

Ljós­mynd/​UNICEF

Aft­ur til Af­gan­ist­an?

Þó að lífið í Af­gan­ist­an sé erfitt um þess­ar mund­ir seg­ist Bjúgnakrækir gjarn­an vilja fá tæki­færi til að koma þangað aft­ur ein­hvern tím­ann í framtíðinni.

„Ég er far­inn að þekkja þarna hvern krók og kima og veit hvað það býr mik­ill kraft­ur í þess­um krökk­um. Ég veit að þau eiga framtíðina fyr­ir sér og geta byggt aft­ur upp sam­fé­lagið ef þau fá góðan stuðning. Það væri rús­ín­an í pylsu­end­an­um á þessu ævin­týri.“

Ljós­mynd/​UNICEF

Íslensku jóla­svein­arn­ir eru þekkt­ir fyr­ir stríðni og pretti. Þeir hafa hins veg­ar snúið við blaðinu og hjálpa nú UNICEF við að koma hinum ýmsu hjálp­ar­gögn­um til barna í neyð. Á vefsíðunni sann­ar­gjaf­ir.is get­ur fólk keypt gjöf sem bæt­ir líf barna vítt og breitt um heim­inn – gjöf á borð við skóla í kassa. 

Til að leggja lóð sín á vog­ar­skál­arn­ar birt­ir mbl.is mynd­band með jóla­sveini dags­ins á hverj­um degi fram að jól­um og fylg­ist með ferðum svein­anna um heim­inn.

UNICEF, Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna, berst fyr­ir rétt­ind­um allra barna og er í ein­stakri stöðu til að þrýsta á um breyt­ing­ar á heimsvísu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert