Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, greindi frá því af Facebook-síðu sinni í kvöld að hann hafi tekið sér tímabundið leyfi frá störfum.
„Ég skammast mín ekki fyrir veikindi mín og vil sem þingmaður setja gott fordæmi í þeim málum. Þunglyndið hefur sótt á mig aftur með sinni vægðalausu grimmd og þá er bara eitt að gera: að leita sér hjálpar,“ segir Gunnar Hrafn í færslu sinni.
Hann hafi því tekið sér tímabundið leyfi frá þingstörfum, enda sé hann þar engum að gagni fárveikur.
„Í gegnum allt sé ég þó fegurðina og hef svo mikið til að vera þakklátur fyrir. Takk kærlega góðu vinir sem hafa staðið með mér og hjálpað mér. Og Nína, dóttir mín fallega og kæra, þakka þér
Gunnar Hrafn hefur fengið mikil viðbrögð frá færslu sinni þann klukkutíma sem liðinn er frá því hún var birt og hafa á fjórða hundrað manns líkað við færsluna og hátt í hundrað hafa sent honum batakveðjur og hrósað honum fyrir hreinskilnina.