90 manns í Herkastalanum

00:00
00:00

Um 90 manns munu dvelja í Her­kastal­an­um næstu miss­er­in en hann opn­ar á næstu dög­um fyr­ir hæl­is­leit­end­um. Þar mun dvelja fjöl­skyldu­fólk frá Alban­íu og Makedón­íu en um­sækj­end­um um alþjóðlega vernd frá þeim lönd­um hef­ur stór­auk­ist á ár­inu, að sögn Þor­steins Gunn­ars­son­ar sviðsstjóra hjá Útlend­inga­stofn­un. 

Í hús­inu eru bæði stór og lít­il her­bergi sem hent­ar mis­mun­andi fjöl­skyldu­gerðum og stefnt er að því að bú­set­an verði sem þægi­leg­ust en til að mynda er reynt að út­vega ung­ling­um sér her­bergj­um. Sturtu og sal­ern­isaðstaða er sam­eig­in­leg en vask­ar eru í flest­um her­bergj­um. Þor­steinn seg­ir aðstöðuna vera ásætt­an­lega þó vissu­lega væri best ef fjöl­skyld­ur fengju eig­in íbúðir til að dvelja í.

Alls hef­ur fjöldi um­sækj­enda um alþjóðlega vernd þre­fald­ast á milli ára og hafa um 1100 manns sótt um hana hér á landi á ár­inu en til sam­an­b­urðar seg­ir Þor­steinn að í Nor­egi sé tal­an í kring­um 3800 manns. 

mbl.is leit á aðstæður í Her­kastal­an­um í dag þar sem rætt var við Þor­stein.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert