90 manns í Herkastalanum

Um 90 manns munu dvelja í Herkastalanum næstu misserin en hann opnar á næstu dögum fyrir hælisleitendum. Þar mun dvelja fjölskyldufólk frá Albaníu og Makedóníu en umsækjendum um alþjóðlega vernd frá þeim löndum hefur stóraukist á árinu, að sögn Þorsteins Gunnarssonar sviðsstjóra hjá Útlendingastofnun. 

Í húsinu eru bæði stór og lítil herbergi sem hentar mismunandi fjölskyldugerðum og stefnt er að því að búsetan verði sem þægilegust en til að mynda er reynt að útvega unglingum sér herbergjum. Sturtu og salernisaðstaða er sameiginleg en vaskar eru í flestum herbergjum. Þorsteinn segir aðstöðuna vera ásættanlega þó vissulega væri best ef fjölskyldur fengju eigin íbúðir til að dvelja í.

Alls hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd þrefaldast á milli ára og hafa um 1100 manns sótt um hana hér á landi á árinu en til samanburðar segir Þorsteinn að í Noregi sé talan í kringum 3800 manns. 

mbl.is leit á aðstæður í Herkastalanum í dag þar sem rætt var við Þorstein.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert