Fimmti ríkasti maður Bretlands

Jim Ratcliffe, nýr eigandi Grímsstaða á Fjöllum.
Jim Ratcliffe, nýr eigandi Grímsstaða á Fjöllum.

Jörðin Grímsstaðir á Fjöll­um hef­ur verið seld bresk­um auðmanni, Jim Ratclif­fe. Hon­um hef­ur verið lýst sem feimn­um við fjöl­miðla og þykir ekki fram­fær­inn í kast­ljós bresku press­unn­ar. En hver er hann?

Ratclif­fe er 64 ára, fædd­ur árið 1952, og fimmti rík­asti maður Bret­lands, sam­kvæmt lista For­bes fyr­ir árið 2016. Þá er hann í 233. sæti list­ans á heimsvísu. Eru auðæfi hans met­in á 6,9 banda­ríkja­dali, eða sem nem­ur tæp­um 800 millj­örðum ís­lenskra króna.

Hann út­skrifaðist sem verk­fræðing­ur frá Bir­ming­ham-há­skóla, og er stofn­andi og for­stjóri efna­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Ineos, sem er með 17 þúsund starfs­menn á 67 stöðum í 16 lönd­um, með höfuðstöðvar í Sviss.

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöll­um. Ljós­mynd/​Bragi Bene­dikts­son

Verði stærsti fram­leiðandi leir­steinsgass

Í um­fjöll­un For­bes seg­ir að Ratclif­fe hafi til­kynnt árið 2014 áætlan­ir um að fyr­ir­tæki hans yrði stærsti fram­leiðandi lein­steirsgass í Bretlandi, en til að ná því úr jörðu þarf að beita svo­kölluðu vökva- eða berg­broti (e. frack­ing).

Slík vinnsla hef­ur valdið deil­um víða, einkum í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada, þar sem hún þykir hættu­leg heilsu manna auk þess sem hún hef­ur sums staðar valdið jarðskjálft­um í ná­grenni sínu.

Frétt mbl.is: Berg­brot eins hættu­legt og asbest

Ratclif­fe er einnig sagður æv­in­týra­gjarn. Þannig hafi hann bæði farið á Norður- og suður­pól­inn, og mánaðarlangt ferðalag um Suður-Afr­íku á mótor­hjóli árið 2015.

Þá hef­ur hann stofnað alþjóðlega átakið Go Run for Fun, sem er ætlað að hvetja börn til að hreyfa sig.

Ef smellt er á kortið má þysja það að vild.
Ef smellt er á kortið má þysja það að vild. Kort/​map.is

Vill end­ur­vekja Land Rover Def­end­er

Þó kom­inn sé vel á sjö­tugs­ald­ur er ljóst að Ratclif­fe hef­ur nóg fyr­ir stafni. Rúmt ár er síðan hann keypti olíu- og gas­lind­ir í Norður­sjó, sem sam­an sjá einu af hverj­um tíu bresk­um heim­il­um fyr­ir hita.

Þá birt­ust frétt­ir af því fyrr á þessu ári að hann hygðist vekja Land Rover Def­end­er jepp­ann aft­ur til lífs­ins, aðeins sex mánuðum eft­ir að síðasta ein­takið rúllaði af færi­band­inu.

Frétt mbl.is: Síðasti Def­end­er­inn af færi­band­inu

Er Ratclif­fe sagður hafa átt í sam­ræðum við helstu stjórn­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins Jagu­ar Land Rover, sem er í eigu ind­verska fé­lags­ins Tata Motors. Þá vilji hann að fram­leiðsla jepp­ans fari fram á breskri grundu.

Og nú er hann bú­inn að leggja land und­ir fót á aust­ur­hluta Íslands, en til viðbót­ar við Grímsstaði á Fjöll­um hef­ur hann þegar á þessu ári keypt þrjár jarðir í Vopnafirði. Á hann þar með að hluta eða í heild ell­efu jarðir í Vopnafirði, en eign­ar­hlut í ein­hverj­um þeirra á hann í gegn­um Veiðiklúbb­inn Streng ehf.

Sjá ít­ar­lega um­fjöll­un mbl.is: Ratclif­fe fékk en Nubo ekki

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert