Lokað eftir að sprunga tók að stækka

Sprunguna má sjá vel á myndinni.
Sprunguna má sjá vel á myndinni. Ljósmynd/Reykjanes Geopark

Vala­hnúk á Reykja­nesi hef­ur verið lokað fyr­ir um­ferð fólks, eft­ir að stór sprunga við brún hnúks­ins tók að stækka. Þetta kem­ur fram á vef Vík­ur­frétta, þar sem seg­ir að óhjá­kvæmi­lega muni ytri hlut­inn hrynja úr hnúkn­um.

Var­huga­vert geti verið að ganga nærri brún­inni.

Kortið er gagnvirkt ef smellt er á það.
Kortið er gagn­virkt ef smellt er á það. Kort/​map.is

Gild­ir þar til annað verður ákveðið

„Í sam­ráði við al­manna­varn­ir og Reykja­nes­bæ var því tek­in sú ákvörðun fyr­ir síðustu helgi að loka fyr­ir upp­göngu á Vala­hnúk. Lok­un­in gild­ir þar til annað verður ákveðið,“ hef­ur vef­ur­inn eft­ir Eggerti Sól­berg Jóns­syni, hjá Jarðvangi Reykja­ness, af Face­book-síðu ferðaþjóna á Reykja­nesi.

„Ég vona að þið sýnið þess­ari ákvörðun skiln­ing og upp­lýsið ykk­ar ferðamenn um hætt­una sem fylg­ir upp­göngu ef þeir taka ekki mark á merk­ing­um á svæðinu.“

Vegi að Valahnúk hefur verið lokað.
Vegi að Vala­hnúk hef­ur verið lokað. Ljós­mynd/​Reykja­nes Geopark
Ljós­mynd/​Reykja­nes Geopark
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert