Skjálfti upp á 2,8 stig

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Jarðskjálfti sem mældist 2,8 reið yfir um hálfsex í morgun í Bárðarbunguöskjunni. Tveir skjálftar mældust þar í gærmorgun.

Skjálftinn í morgun átti upptök sín 4,7 km suðaustur af Bárðarbungu. Klukkan 9:36 í gær, 20. desember, urðu tveir skjálftar í Bárðarbunguöskjunni. Þeir mældust 3 og 3,1 að stærð. Engir eftirskjálftar hafa verið og engin merki sjást um gosóróa, segir á vef Veðurstofu Íslands.

Tæplega 280 jarðskjálftar mældust með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands 12.-18. desember, heldur færri en vikuna á undan. Um 100 jarðskjálftar mældust á hálendinu í vikunni, sem er minni virkni en í síðustu viku. Stærstu jarðskjálftar í vikunni mældust í Bárðarbungu. Sá stærsti 4,2 að stærð 12. desember kl. 04:29, tveir aðrir skjálftar fylgdu í kjölfarið, 3,8 og 3,9 að stærð. Tæplega 60 skjálftar mældust undir Mýrdalsjökli, sem er sami fjöldi og vikuna á undan. Sá stærsti þar var 3,4 að stærð 14. desember kl. 13:41.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert