Gekk í hús með „bunka af kauptilboðum“

Íbúar við þrjár götur í Traðarhverfi í Kópavogi hafa fengið …
Íbúar við þrjár götur í Traðarhverfi í Kópavogi hafa fengið tilboð yfir markaðsvirði í fasteignir sínar. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar í Traðarhverfi í gamla bænum í Kópavogi, við Háveg, Álftröð og Skólatröð, hafa undanfarið fengið kauptilboð í fasteignir sínar frá fasteignasölunni Húseign.

Tveir eigendur fasteigna í hverfinu sem Morgunblaðið ræddi við, en vildu ekki koma fram undir nafni, segjast báðir hafa hafnað tilboðum sem eru um 10-15 milljónum yfir fasteignamati og langt yfir markaðsvirði. Báðir eru með í höndunum enn hærra tilboð sem þeim gefst færi á að svara til áramóta.

Í öllum tilfellum er um að ræða einbýlishúsaeignir á stórum lóðum. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er ekkert deiliskipulag til fyrir lóðirnar. „Það er ekki til deiliskipulag að þessu og það er svo víða í gamla bænum í Kópavogi eins og er víða um landið í eldri hverfum,“ segir Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogsbæjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert