Tvö umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi fyrr í dag. Einn ökumaður missti stjórn á bíl sínum og rann út í vegrið á Kömbunum. Að sögn lögreglu er bíllinn óökufær en engin slys urðu þó á fólki.
Við Rauðalæk fór bíll út af og lenti á hlið ofan í skurði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi urðu engin slys urðu á fólki en fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum. „Það eru einhver eymsli en þetta slapp í rauninni mjög vel miðað við hvernig það hefði getað farið.“
Að sögn lögreglunnar er talið að orsök veltunnar megi rekja til of hraðs aksturs. Þá telur lögregla það mikla mildi að ekki fór verr „þar sem bílbeltanotkun virðist ekki hafa verið í hávegum höfð.“