Komst til meðvitundar við Silfru

Kafarar í Silfru - mynd úr safni og tengist fréttinni …
Kafarar í Silfru - mynd úr safni og tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ástand konunnar, sem flutt var á slysadeild Landspítalans eftir slys við köfun í Silfru á Þingvöllum í hádeginu, er stöðugt. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að konan hafi komist til meðvitundar á slysstað.

Sjúkrabílnum var því ekki ekið í forgangsakstri á leið til Reykjavíkur, en mjög slæmt veður var á vettvangi og því afráðið að kalla ekki út þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Konan var við köfun ásamt eiginmanni sínum þegar slysið átti sér stað, en hún mun vera erlend og um fertugt.

„Þetta lítur betur út og konan virðist vera í ágætu standi,“ segir Sveinn Kristján Rún­ars­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í samtali við mbl.is. „Þetta er eins gott og það getur verið, sýnist mér á öllu.“

Lögreglan mun nú rannsaka orsakir slyssins, segir Sveinn, en þær eru ekki ljósar.

Frétt mbl.is: Köfunarslys í Silfru

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert