Öllu innanlandsflugi aflýst

mbl.is/Skapti

Búið er að aflýsa öllu flugi innanlands í dag vegna veðurs. Í veðurspá Vegargerðarinnar er greint frá því að öflug hitaskil gangi yfir landið í dag með staðbundnu roki eða jafnvel ofsaveðri á Vestur- og Norðvesturlandi fram yfir hádegið en á Norðurlandi frá Húnaflóa austur yfir Eyjafjörð um miðjan dag.

Þá verði foráttu­hvasst á fjall­veg­um vest­an­lands, s.s. Bröttu­brekku, Holta­vörðuheiði, Laxár­dals­heiði, Stein­gríms­fjarðar­heiði og á sunn­an­verðum Vest­fjörðum. Hefðbund­inn storm­ur, 18-23 m/s, verður á Hell­is­heiði, Lyng­dals­heiði og Mos­fells­heiði.

Skil­un­um fylg­ja tals­verð rign­ing og hlý­indi og má bú­ast við vexti í ám og lækj­um, og einnig mik­illi snjó­bráð. Á vef Veður­stof­unn­ar er varað við hættu á vatns­aga og krapa- og aur­flóðum úr gilj­um og rás­um í fjall­lendi. Einnig megi bú­ast við tals­verðum vatna­vöxt­um í ám sunn­an og vest­an til á land­inu.

Í kvöld snýst í suðvestanátt og kóln­ar hratt með élj­um eða snjó­komu og um miðnætti má bú­ast við hríð á fjall­veg­um vest­an ­til á land­inu frá Hell­is­heiði norður að Vatns­skarði og Öxna­dals­heiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert