Sjálfboðaliðastarf beri ekki eitt ábyrgðina

Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast um jólin.
Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast um jólin.

„Þetta er auðvitað nýr veruleiki sem við búum við. Hingað höfum við boðið fjöldanum öllum af erlendum gestum og þeir eru fólk eins og við. Það þarf að koma þeim til aðstoðar líka þegar eitthvað bjátar á. Sá tími er liðinn að allir eru heima hjá sér klukkan sex á aðfangadag.“

Þetta segir Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í Morgunblaðinu í dag, spurður um fjölgun verkefna björgunarsveita vegna aukins fjölda ferðamanna yfir vetrarmánuðina og sérstaklega í desember.

Aftakaveður var á Hellisheiðinni og þar í kring í fyrrinótt og voru björgunarsveitir að störfum alla nóttina að bjarga fólki úr bílum. „Við erum einfaldlega með öðruvísi ökumenn á vegum að vetri til en voru fyrir tuttugu árum. Nú höfum við fleiri ökumenn sem hafa aldrei séð þessar aðstæður áður. Þannig að það getur þurft lítið til að stöðva þá,“ segir Smári og vísar m.a. til fjölgunar erlendra ferðamanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert