Leigusamningur til 25 ára er í burðarliðnum um að Hafrannsóknastofnun flytji höfuðstöðvar sínar úr Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í nýtt fimm hæða hús við Fornubúðir í suðurhöfninni í Hafnarfirði.
Byggingatíminn er áætlaður um 15 mánuðir. Byggt verður við SÍF-húsið svokallaða og verður aðstaða Hafró í því og á þremur neðstu hæðum nýja hússins.
Unnið er að hönnun þess og koma starfsmenn Hafrannsóknastofnunar að þeirri vinnu. Margvísleg starfsemi er á svæðinu og yfirleitt tengd sjávarútvegi, að því er fram kemur í umfjöllun um flutning Hafró í Hafnarfjörð í Morgunblaðinu í dag.