Stefna MAST, UST og Arnarlaxi

Náttúruvernd 1 segir að afar sterkar líkur standi til þess …
Náttúruvernd 1 segir að afar sterkar líkur standi til þess að eldi með norskættaðan lax í opnum sjókvíum hér við land muni skaða varanlega náttúrulega laxastofna. Myndin er úr safni. mbl.is/Helgi

Mál­sókn­ar­fé­lagið Nátt­úru­vernd 1 hef­ur birt Mat­væla­stofn­un (MAST), Um­hverf­is­stofn­un (UST) og Arn­ar­laxi hf. stefnu þar sem kraf­ist er ógild­ing­ar rekstr­ar- og starfs­leyfa vegna sjókvía­eld­is á nor­skættuðum laxi í Arnar­f­irði, en leyf­in voru gef­in út fyrr á þessu ári.

Að Nátt­úru­vernd 1 standa aðilar með hags­muni sem staf­ar hætta af þessu sjókvía­eldi á laxi, meðal ann­ars eig­end­ur veiðirétt­inda í lax- og sil­ungsveiðiám, bæði í næstu ná­lægð við stöðina en einnig fjær.

Málið verður þing­fest í Héraðsdómi Reykja­vík­ur 10. janú­ar, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Ótt­ast að eldi með nor­skættaðan lax muni skaða nátt­úru­lega laxa­stofna var­an­lega

Þar seg­ir enn­frem­ur, að  máls­sókn­in sé bæði reist á rök­semd­um um að ekki hafi verið gætt réttra aðferða við út­gáfu leyf­anna svo sem með því að afla mats á burðarþoli nátt­úr­unn­ar og skil­ríkja til af­nota hafs­ins eins og lög mæla fyr­ir um. Einnig sé byggt á efn­is­leg­um rök­semd­um svo sem að ekki hafi verið til að dreifa gildri heim­ild að lög­um til að gefa leyf­in út, starf­sem­in fari gegn gegn ákvæðum laga, m.a. nátt­úru­vernd­ar­laga og laga um fisk­eldi og loks að rekst­ur þess­ar­ar stöðvar fari í bága við einka­rétt­ar­lega hags­muni þeirra sem að máls­sókn­ar­fé­lag­inu standa.

„Afar sterk­ar lík­ur standa til þess að eldi með nor­skættaðan lax í opn­um sjókví­um hér við land muni skaða var­an­lega nátt­úru­lega laxa­stofna. Benda upp­lýs­ing­ar frá Nor­egi til þess að þetta megi telja nán­ast ör­uggt. Mál­sókn­in er því meðal ann­ars byggð á því að Arn­ar­laxi hf. sé óheim­ilt að stunda starf­semi, sem lík­leg sé til að valda slíku tjóni. Að mati stefn­anda stend­ur málið, þegar til fram­búðar er litið, um val á milli þess að stunda annað hvort þá starf­semi sem Arn­ar­lax hf. stund­ar og til stend­ur að stunduð verði víðar við landið, eða viðhalda nýt­ingu lax- og sil­ungsveiðihlunn­inda í ís­lensk­um veiðiám með nátt­úru­leg­um stofn­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Jafn­framt seg­ir, að við þing­fest­ingu máls­ins verði lögð fram um­fangs­mik­il gögn sem varði hætt­una á skaða sem svona stöð valdi á um­hverf­inu, einkum vegna laxa sem óhjá­kvæmi­lega sleppa úr kví­un­um. Þar komi við sögu bæði rann­sókn­ir og reynsla frá öðrum lönd­um, m.a. Nor­egi, en stærstu eig­end­ur hins stefnda fé­lags, sem hyggst reka sjókvía­eldið í Arnar­f­irði, eru ein­mitt norsk­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert