Stílbreytingar á nýársávarpi forsetans

Flugþrá Kjarvals á veggnum að baki forseta, Guðna Th. Jóhannessonar.
Flugþrá Kjarvals á veggnum að baki forseta, Guðna Th. Jóhannessonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bakgrunnurinn í nýársávarpi Guðna Th. Jóhannessonar forseta verður ólíkur þeim sem forveri hans Ólafur Ragnar Grímsson flutti ávarpið við að því leytinu til að annað málverk prýðir vegginn fyrir enda Bessastaðastofu.

Eftir fyrsta ríkisráðsfundinn í október greindi Guðni frá því að hann hefði skipt út málverkinu Á rúmsjó eftir C.F. Sørensen sem fest var á striga árið 1875 eftir heimsókn Kristjáns IX. Danakonungs á þjóðhátíðina árið áður til minningar um 1000 ára byggð í landinu. Það hafði  hangið í Bessastaðastofu árum saman og myndað bakgrunn nýársávarpa forsetans.

Í stað þess er komin Flugþrá Jóhannesar Kjarvals sem hann málaði á löngu tímabili milli 1935 og 1954. Verkið sýnir hulduveru og risavaxna álft. Það fór á frímerki árið 1985 og tíu árum síðar var það prentað á bakhlið tvö þúsund króna seðilsins þegar hann var settur í umferð.

Málverkið Á rúmsjó hefur lengi verið bakgrunnur nýjársávarps forseta.
Málverkið Á rúmsjó hefur lengi verið bakgrunnur nýjársávarps forseta. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert