„Við fordæmum þetta“

Íslenskar verslanir setja sjálfar reglur um skil og skipti viðskiptavina …
Íslenskar verslanir setja sjálfar reglur um skil og skipti viðskiptavina sinna á vörum. mbl.is/Eggert

Verslanir setja sjálfar reglur um skil á vörum sínum. Þegar vöru með skila- og skiptimiða er skilað í einni af verslun NTC-verslunarkeðjunnar fær viðskiptavinurinn inneignarnótu sem gildir ekki á útsölu. Þessi regla hefur verið í gildi í versluninni Gallerí 17 um árabil. 

Ástæðan fyrir þessari reglu verslunarinnar er sú að dæmi voru um að viðskiptavinir hafi vísvitandi skilað vöru á síðasta degi skilafrestsins sem er í lok desember og notað inneignarnótuna til að kaupa sömu vöru á útsölu sem hefst alltaf 2. janúar í öllum verslunum NTC. Þar af leiðandi hagnaðist viðskiptavinurinn, að sögn Emils Ólafssonar verslunarstjóra Gallerí 17 í Kringlunni.

María Hrafnsdóttir Vestfjörð lýsti óánægju sinni sem þessi kjör á Facebook-síðu sinni. Í færslunni spyr hún jafnframt: „Ef fyrirtæki ákveður að lækka vörur sínar tímabundið er það þá ekki réttur viðskiptavina að versla fyrir þá upphæð sem er á inneignarnótu?

Vill lög um rétt neytenda

„Við fordæmum þetta. Vegna svona mála köllum við eftir því að það verði sett lög sem skilgreina réttindi neytenda til að skila vörum,“ segir Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. Hann bendir á að verslunin hafi fengið greitt fullt verð fyrir vöruna. 

Ólafur segir Neytendasamtökin muni beita sér fyrir því að réttur neytenda verði skilgreindur í lögum en slíkt sé orðið löngu tímabært.

Hann bindur vonir við að þeir þingmenn sem hafa tekið sæti á þingi muni taka betur á neytendamálum en forverar þeirra. 

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna.
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert