Bíður afsökunarbeiðni frá útvarpsstjóra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Rax / Ragnar Axelsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, fer fram á af­sök­un­ar­beiðni til sín og eig­in­konu sinn­ar, Önnu Sig­ur­laug­ar Páls­dótt­ur, frá út­varps­stjóra vegna fram­göngu Rík­is­út­varps­ins í tengsl­um við um­fjöll­un RÚV um Panama-skjöl­in.

Í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag rek­ur Sig­mund­ur Davíð kynni sín af Rík­is­út­varp­inu sem stjórn­mála­maður en áður starfaði hann þar sem fjöl­miðlamaður. Meðal ann­ars seg­ir Sig­mund­ur frétta­mann hafa kallað sig skít­hæl í sam­tali sem þeir áttu vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna á sín­um tíma. Þá seg­ir Sig­mund­ur það vera ríkj­andi viðhorf á RÚV að játa aldrei mis­tök.

Sigmundur Davíð er óhress með RÚV.
Sig­mund­ur Davíð er óhress með RÚV. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

 Grein Sig­mund­ar Davíðs, alþing­is­manns, er ít­ar­leg eða alls sjö dálk­ar tals­ins. Hana er hægt að lesa í heild í Morg­un­blaðinu, blaðsíðu 26-27.

„Það hef­ur ekki farið fram hjá nein­um, sem fylg­ist með um­fjöll­un um stjórn­mál á hlut­læg­an hátt, að frá því að ég hóf þátt­töku í stjórn­mál­um fyr­ir átta árum síðan hef­ur hóp­ur starfs­manna og verk­taka í Efsta­leiti 1 haft eitt og annað við mig og Fram­sókn­ar­flokk­inn að at­huga um­fram flesta (alla) aðra stjórn­mála­menn og -flokka.

Þegar ég vísa til Rík­is­út­varps­ins, eða RÚV hér að neðan, er það gert til ein­föld­un­ar. Mik­il­vægt er að taka fram að með því er ég síður en svo að vísa til allra starfs­manna stofn­un­ar­inn­ar enda hef­ur RÚV á að skipa mörgu af besta fólki sem ég hef kynnst í störf­um mín­um, fyrst sem starfsmaður Rík­is­út­varps­ins og svo sem stjórn­mála­maður.

Inn­an Rík­is­út­varps­ins er þó hóp­ur sem hef­ur sterk­ar skoðanir á póli­tík og sam­fé­lags­mál­um al­mennt og er ófeim­inn við að sýna það í störf­um sín­um. Það væri synd að segja að um­rædd­ur hóp­ur hafi haft samúð með áherslu­mál­um mín­um í stjórn­mál­um, svo ekki sé meira sagt. Þenn­an hóp hef ég kallað SDG-RÚV-hóp­inn eft­ir áhuga­sviðinu en læt sem fyrr seg­ir nægja að tala um RÚV til ein­föld­un­ar,“ seg­ir meðal ann­ars í grein Sig­mund­ar Davíðs sem til­tek­ur nokk­ur dæmi orðum sín­um til stuðnings.

Grein hans end­ar með þess­um orðum: 

„Þrátt fyr­ir að sýnt hafi verið fram á ein­beitt­an vilja til að standa skil á öllu sínu gagn­vart sam­fé­lag­inu, þrátt fyr­ir að engu hafi verið haldið leyndu um hið er­lenda fé­lag og þrátt fyr­ir óþrjót­andi vilja konu minn­ar til að fórna meiru fyr­ir sam­fé­lagið í stað þess að nýta sér neyð þess, hef­ur hún mátt þola að verða skot­mark Rík­is­út­varps­ins og sam­verka­manna þess í þeim til­gangi að ná á mig höggi.

Við það var beitt aðferðum sem stand­ast hvorki siðferðilegt, fag­legt né laga­legt mat.

Því spyr ég út­varps­stjóra:

Eru þessi vinnu­brögð sam­boðin þeirri stofn­un sem þú stýr­ir og í sam­ræmi við hlut­verk henn­ar?

En ég spyr líka spurn­ing­ar­inn­ar sem við vit­um lík­lega flest svarið við:

Ert þú reiðubú­inn til að biðja mig af­sök­un­ar fyr­ir hönd Rík­is­út­varps­ins og ef ekki mig þá eig­in­konu mína, konu sem átti svo sann­ar­lega ekki skilið að fá þá meðferð sem hún hlaut af hálfu Rík­is­út­varps­ins á ár­inu 2016?“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert