Vilja bjóða fólkið velkomið

Þórunn Ólafsdóttir formaður Akkeris.
Þórunn Ólafsdóttir formaður Akkeris. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Akk­eri, sam­tök áhuga­fólks um starf í þágu flótta­manna, standa fyr­ir sam­veru­stund fyr­ir hæl­is­leit­end­ur á gaml­árs­kvöld. Veisl­an verður hald­in í Ráðhúsi Reykja­vík­ur og geta hæl­is­leit­end­ur þar notið kvölds­ins í góðum fé­lags­skap.

Þór­unn Ólafs­dótt­ir, formaður Akk­er­is, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hug­mynd­in á bak við veisl­una hafi kviknað á Grikklandi í sum­ar. Þá skipu­lagði Akk­eri veislu í tengsl­um við Eid-hátíðina, sem er ein stærsta hátíð múslima. „Hún var al­veg mögnuð og heppnaðist ótrú­lega vel,“ seg­ir Þór­unn en þá tókst að safna nógu til að greiða fyr­ir veisluþjón­ustu og máltíð fyr­ir alla í flótta­manna­búðunum í Grikklandi á ein­ung­is 48 klukku­stund­um.

Frétt mbl.is: „Í gær var eng­inn flóttamaður“

All­ir dag­ar lang­ir í biðinni

„Það er gott að fólk geti ekki bara gert sér glaðan dag, held­ur að þau geti verið mann­eskj­ur í stutta stund. All­ir dag­ar eru lang­ir þegar þú ert að bíða eft­ir því að eitt­hvað ger­ist í þínum mál­um,“ seg­ir Þór­unn.

Hluti hælisleitenda dvelur í Víðinesi.
Hluti hæl­is­leit­enda dvel­ur í Víðinesi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hún seg­ir að við stór tíma­mót sé oft erfiðari fyr­ir fólk sem á um sárt að binda. „Þetta er því til­raun til að sýna fólki að það sé ein­hvers virði og að þrátt fyr­ir allt þá sé margt fólk sem styður það og bjóða það vel­komið í okk­ar sam­fé­lag.“

Boðið verður upp á kaffi og kök­ur en stefnt er að því að fögnuður­inn hefj­ist eft­ir kvöld­mat. Sér­stakt barna­horn verður á staðnum og boðið verður upp á ýmis skemmti­atriði.

Al­gengt að fólk sé ein­angrað

Þór­unn seg­ir að rúm­lega 40 manns hafi boðið fram aðstoð sína í tengsl­um við kvöldið en stærsta áskor­un­in sé sam­göngu­mál. „Það virðist lífs­ins ómögu­legt að koma fólki á milli staða nema með rútu. Við höf­um verið að vinna í því að redda rútu og erum enn að vand­ræðast hvað það varðar en það leys­ist von­andi í dag.“

Eins og komið hef­ur fram í frétt­um er hóp­ur hæl­is­leit­enda í Víðinesi, langt frá næstu byggð. „Það er al­gengt að fólk sé ein­angrað úti í sveit. Það var upp­runa­lega hug­mynd­in; að reyna að ná til fólks sem er alltaf langt frá öllu og öll­um. Það eru tæp­lega 800 hæl­is­leit­end­ur á land­inu en við reikn­um nú ekki með að all­ir komi. Við ætl­um að gera okk­ar besta til að flytja þá sem hafa áhuga á að koma á staðinn og heim aft­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert