„Ævintýri“ framundan í flugeldasölu

Búast má við mikilli flugeldasölu á morgun.
Búast má við mikilli flugeldasölu á morgun. mbl.is/Freyja Gylfa

Flug­elda­sala hef­ur gengið vel hjá björg­un­ar­sveit­um Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­björgu und­an­farna daga. Stóri dag­ur­inn er samt á morg­un þegar lang­flest­ir versla sér flug­elda.

„Ég heyrði í mönn­um í dag og þeir voru al­mennt ánægðir,“ seg­ir Þor­steinn G. Gunn­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar.

Hann bætti við að sal­an í dag hafi verið svipuð og fyr­ir einu ári síðan.

„Svo er stóri, stóri dag­ur­inn á morg­un og þá ger­ast æv­in­týr­in“, sagði Þor­steinn.

„Gaml­árs­dag­ur­inn er lang­stærsti dag­ur­inn í söl­unni hjá okk­ur og miðað við veður­spána verður þetta, held ég, stór­kost­legt gaml­árs­kvöld.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka