Bensínlítrinn gæti farið í 201,70 krónur um áramót

Bensínlítrinn fer væntanlega yfir 200 krónur um áramót vegna hækkunar á opinberum gjöldum sem voru ákveðin í tengslum við afgreiðslu fjárlaga ríkisins. Algengt verð gæti orðið 201,70 kr. og 195 kr. fyrir lítra af dísilolíu.

Almennt vörugjald af bensíni, vegaskattur og kolefnisgjald hækkar úr 72,15 kr. í 75,55 kr. um áramót, eða um 3,40 krónur. Með virðisaukaskatti gera þetta 4,20 kr. á lítra. Algengt verð í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvunum er nú 197,50 kr. og að öðru óbreyttu verður útsöluverðið 201,70 kr. frá áramótum.

Meginhluti gjaldanna miðast við seldan lítra og ætti verðið samkvæmt því að hækka á miðnætti á nýársnótt. Ekki liggur fyrir hvort öll hækkunin kemur fram þá og heldur ekki hvort olíuforstjórarnir ræsa út mannskap til að breyta verðinu strax um nóttina en það gerist alla vega fljótlega eftir áramót, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert