Raki, mygla og yfirgefin hús

Úr stigahúsi norðurhliðar A-álmu Landspítalans í Fossvogi.
Úr stigahúsi norðurhliðar A-álmu Landspítalans í Fossvogi. mbl.is/Eggert

Heil­ar álm­ur og bygg­ing­ar standa yf­ir­gefn­ar. Hús­næði, sem upp­haf­lega var reist til bráðabirgða fyr­ir bráðum hálfri öld, hýs­ir ennþá skrif­stof­ur starfs­fólks. Raka­skemmd­ir, mygla og óværa. Þess­ar aðstæður eru von­andi ekki á mörg­um vinnu­stöðum, en í til­felli þess stærsta hér landi, er raun­in ein­mitt þessi.

Það er árla morg­uns, á milli jóla og ný­árs, sem blaðamaður og ljós­mynd­ari mæla sér mót við Ingólf Þóris­son, fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar­sviðs Land­spít­al­ans, til að skoða hús­næði spít­al­ans.

Fara þarf yfir víðan völl, enda þekja bygg­ing­arn­ar sam­tals um 150 þúsund fer­metra.

„Hér á Hring­braut­ar­lóðinni eru það um níu­tíu þúsund fer­metr­ar, þrjá­tíu þúsund í Foss­vogi, og svo eru fjöl­marg­ar bygg­ing­ar á víð og dreif því til viðbót­ar,“ seg­ir Ingólf­ur, sem tek­ur á móti okk­ur ásamt Agli T. Jó­hanns­syni, um­sjón­ar­manni Land­spít­ala við Hring­braut.

Og strax við aðal­inn­gang spít­al­ans má finna til­efni heim­sókn­ar­inn­ar. Eg­ill opn­ar þá dyr skrif­stofu, til hægri inn af Kringl­unni svo­kölluðu.

„Það sést ósköp lítið, en hér hef­ur raki kom­ist inn í veggi. Þið finnið lykt­ina,“ seg­ir Eg­ill.

Skrifstofa við aðalinngang Landspítalans við Hringbraut, í Kringlunni svokölluðu, hefur …
Skrif­stofa við aðal­inn­gang Land­spít­al­ans við Hring­braut, í Kringl­unni svo­kölluðu, hef­ur verið rýmd vegna myglu. mbl.is/​Eggert
Rakaskemmdir í skrifstofuveggnum.
Raka­skemmd­ir í skrif­stofu­veggn­um. mbl.is/​Eggert

Kvörtuðu und­an síþreytu

Lyfja­nefnd spít­al­ans hafði aðstöðu á skrif­stof­unni, áður en nefnd­ar­menn urðu var­ir við mygl­una. Nú hef­ur skrif­stof­an verið rýmd.

Sömu sögu er að segja af Eir­bergi, sem reist var á sjötta ára­tugn­um og hef­ur hýst hjúkr­un­ar­fræðideild Há­skóla Íslands. Marg­ir nem­end­ur og starfs­menn húss­ins kvörtuðu und­an síþreytu, ein­beit­ing­ar­leysi og stöðugum veik­ind­um, áður en það var rýmt á síðasta ári og starf­sem­in flutt í Ármúla.

Bú­ist er við að viðgerð á hús­inu ljúki á þessu ári.

Eirberg, autt og ljóslaust við hlið spítalans.
Eir­berg, autt og ljós­laust við hlið spít­al­ans. mbl.is/​Eggert

Spít­al­inn svelt­ur um viðhalds­fé

Árið 2013 tók verk­fræðistof­an EFLA út viðhaldsþörf á ytri skel bygg­inga Land­spít­al­ans. Að henn­ar ráðlegg­ing­um var þá sett af stað fimm ára áætl­un.

Vegna tak­markaðra fjár­veit­inga hef­ur þó ekki gef­ist færi til að sinna viðhald­inu eins og von­ir stóðu til.

„Við höf­um fengið 300 millj­ón­ir króna á ári síðustu ár í viðhald ytra byrðis hús­anna,“ seg­ir Ingólf­ur en bend­ir á að meira þurfi til.

Þrjú hundruð millj­ón­ir virðast þannig duga skammt, þegar 150 þúsund fer­metr­ar af bygg­ing­um eru ann­ars veg­ar. Mik­il upp­söfnuð viðhaldsþörf er til staðar, mest í Foss­vogi, á Hring­braut og í Landa­koti, og seg­ir Ingólf­ur að spít­al­inn hafi í raun verið svelt­ur um viðhalds­fé.

„Bygg­ing­arn­ar eru flest­ar komn­ar til ára sinna, nokk­urra ára­tuga gaml­ar, og lítið um nýtt hús­næði,“ seg­ir Ingólf­ur.

„Þetta er ekki eins og skrifstofuhúsnæði, þar sem unnið er …
„Þetta er ekki eins og skrif­stofu­hús­næði, þar sem unnið er frá níu til fimm.“ mbl.is/​Eggert

Nýtt hús nán­ast ónot­hæft

Á nýliðnu ári var fjár­magnið nýtt í stórt verk­efni við Landa­kots­spít­ala, þar sem skipt hef­ur verið um gler og glugga auk þess sem suður- og aust­ur­hlið L-álmu voru steinaðar að nýju. Hús­næði eld­húss og geðdeild­ar á Hring­braut voru þá einnig lag­færð að ut­an­verðu.

„Við höf­um sömu­leiðis þurft að ráðast í stór­ar aðgerðir í nýju húsi, barna- og ung­linga­geðdeild­ar, sem er svo­lítið sér­stakt,“ seg­ir hann og bæt­ir við að húsið hafi ein­fald­lega verið illa byggt.

Áður hef­ur mbl.is greint frá því að þjón­usta deild­ar­inn­ar hafi verið skert af þess­um sök­um.

Frétt mbl.is: Skerðing á þjón­ustu BUGL vegna myglu

Seg­ir Ingólf­ur að spít­al­inn leit­ist nú eft­ir því að fá viður­kennda bóta­skyldu verk­taka vegna þessa, enda baga­legt að átta ára göm­ul bygg­ing sé nán­ast ónot­hæf.

Illa þykir hafa staðið að byggingu nýs húss undir barna- …
Illa þykir hafa staðið að bygg­ingu nýs húss und­ir barna- og ung­linga­geðdeild spít­al­ans. mbl.is/Ó​mar

Sjald­gæft tóm til viðhalds

Ingólf­ur bend­ir einnig á að þó fjár­magn geti verið til staðar, sé ekki endi­lega rými til viðhalds.

„Að mestu leyti er hús­næði okk­ar í notk­un all­an sól­ar­hring­inn, all­an árs­ins hring. Þetta er ekki eins og skrif­stofu­hús­næði, þar sem unnið er frá níu til fimm.“

Þeir kunna því vel að meta þegar sá sjald­gæfi at­b­urður á sér stað, að deild­ir eru sam­einaðar á einn gang í stað tveggja.

„Þessi gang­ur losnaði og þá gát­um við ráðist í alls­herj­ar viðgerðir og hagræðing­ar,“ seg­ir Eg­ill.

Bend­ir hann, því til dæm­is, á snyrt­ing­ar sem sett­ar hafa verið upp í sjúkra­stof­un­um. Tölu­verð smit­hætta er sögð fylgja sam­eig­in­leg­um snyrt­ing­um og til­koma per­sónu­legra baðher­bergja því mik­il fram­för fyr­ir heil­brigði sjúk­linga.

Gangurinn gerður upp eftir sameiningu tveggja deilda.
Gang­ur­inn gerður upp eft­ir sam­ein­ingu tveggja deilda. mbl.is/​Eggert

Eins og að senda tog­ara á vertíð

Önnur deild verður svo færð á hinn ný­upp­færða gang, og þannig hægt að gera við þann gang sem losn­ar um leið.

Eg­ill seg­ir að menn bíði ekki boðanna þegar þeir fái annað eins tæki­færi, enda ekki víst að það gef­ist aft­ur næstu ára­tug­ina.

„Þetta er svo­lítið eins og að senda skut­tog­ara úr höfn á helj­ar­inn­ar vertíð og fá hann svo ekki aft­ur í land fyrr en eft­ir tutt­ugu ár. Þú get­ur rétt ímyndað þér hvað þarf að laga.“

Framkvæmdir í fullum gangi á ganginum.
Fram­kvæmd­ir í full­um gangi á gang­in­um. mbl.is/​Eggert

Fengu millj­arð í fjár­lög­um

Mat sjúkra­húss­ins er að heild­ar­fjárþörf fyr­ir viðhald sé nú um fimm millj­arðar króna, fyr­ir viðgerðir utan- sem inn­an­húss.

Í ný­samþykkt­um fjár­lög­um Alþing­is fyr­ir þetta ár var sér­stak­lega veitt­ur einn millj­arður króna í viðhald á bygg­ing­um spít­al­ans.

„Við stjórn­end­ur Land­spít­ala erum afar þakk­lát fjár­laga­nefnd og Alþingi fyr­ir þetta fram­lag, en vænt­um þess að þessu átaki verði fylgt eft­ir á kom­andi árum,“ seg­ir Ingólf­ur, enda hafi mik­il þörf safn­ast upp á síðustu árum.

Bæt­ir hann við að um helm­ing­ur fjár­ins muni fara í að gera við ytra byrði bygg­ing­anna, til að hindra að raki ber­ist inn í hús­in, og hinn helm­ing­ur­inn í viðgerðir inn­an­dyra.

Víða er viðhalds þörf, eins og sjá má á þessum …
Víða er viðhalds þörf, eins og sjá má á þess­um stiga utan á einni bygg­ingu spít­al­ans. mbl.is/​Eggert

Lagn­ir farn­ar að gefa sig

Næst leiðir Eg­ill okk­ur á aðra deild og inn í sjúkra­stofu, þar sem allt er á tjá og tundri.

Er okk­ur tjáð að vatns­lögn hafi opn­ast í veggn­um aðeins tveim­ur dög­um áður. Til að bregðast fljótt við lek­an­um var vegg­ur­inn rif­inn upp til að kom­ast að lögn­inni, og ljóst að mikið hef­ur gengið á. Koma þurfti þá sjúk­lingn­um, sem áður gisti stof­una, í aðrar vist­ar­ver­ur.

At­hygli vek­ur að ysta lag veggj­ar­ins, múr­inn, hef­ur á sín­um tíma verið lagður utan á spýt­ur, sem hvíla svo upp við timb­urgrind.

„Ég held að svona myndu menn ekki gera í dag,“ seg­ir Eg­ill og bæt­ir líka við að lagn­irn­ar séu, eins og bygg­ing­arn­ar sjálf­ar, farn­ar að gefa sig.

Vatnslögn opnaðist í vegg sjúkrastofunnar á milli jóla og nýárs.
Vatns­lögn opnaðist í vegg sjúkra­stof­unn­ar á milli jóla og ný­árs. mbl.is/​Eggert
Múrinn liggur utan á spýtum, eins og sjá má.
Múr­inn ligg­ur utan á spýt­um, eins og sjá má. mbl.is/​Eggert

Draumór­ar stjórn­mála­manna

För­inni er þá haldið í Foss­vog með spít­ala­skutl­unni, en svo kall­ast tveir sjö manna bíl­ar sem fara á kort­ers­fresti á milli þess­ara tveggja bygg­inga­kjarna Land­spít­al­ans.

Gefst blaðamanni tæki­færi til að spyrja Ingólf hvernig hon­um lít­ist á hug­mynd­ir ákveðinna stjórn­mála­manna, um bygg­ingu nýs Land­spít­ala á öðrum stað.

„Þær koma manni fyr­ir sjón­ir sem draumór­ar,“ svar­ar hann um hæl. „Það er nógu erfitt að finna fjár­magn til að gera við það sem til er nú þegar, hvað þá að reisa heil­an nýj­an spít­ala.“

Landspítalinn Fossvogi tók til starfa í árslok 1967, en vinna …
Land­spít­al­inn Foss­vogi tók til starfa í árs­lok 1967, en vinna við bygg­ingu hans hófst árið 1952. mbl.is/​Eggert

Á sýkla­lyfj­um í sjö mánuði

Vil­hjálm­ur Ólafs­son, um­sjón­ar­maður Land­spít­ala í Foss­vogi, tek­ur á móti okk­ur við kom­una þangað. Ligg­ur leiðin fyrst inn í stiga­hús á norður­hlið A-álm­unn­ar, sem er væng­ur spít­al­ans til aust­urs.

At­hygli hafði vakið fyrr í vik­unni, mynd sem skurðlækn­ir­inn Tóm­as Guðbjarts­son birti á Face­book-síðu sinni, þar sem sjá mátti myglu í þessu sama stiga­húsi.

Tóm­as hef­ur enda verðuga ástæðu til að vekja at­hygli á þess­um vanda. Hann er einn þeirra lækna sem, fyr­ir ekki svo löngu, veikt­ust af myglu­svepp á Land­spít­al­an­um. Var hann á sýkla­lyfjakúr­um í sjö mánuði sam­fleytt og þurfti að gang­ast und­ir skurðaðgerð á enn­is­hol­um.

Ingólf­ur seg­ir að fyr­ir­hugað sé að laga þessa hlið álm­unn­ar nú í ár, bæði að inn­an og utan, en verkið mun kosta um 200 millj­ón­ir króna. B-álm­an, til vest­urs, er yngri og krefst því ekki jafn mik­ils viðhalds.

Ingólfur og Vilhjálmur segja frá álmum spítalans og ástandi þeirra.
Ingólf­ur og Vil­hjálm­ur segja frá álm­um spít­al­ans og ástandi þeirra. mbl.is/​Eggert
Stigahúsið er farið að láta verulega á sjá.
Stiga­húsið er farið að láta veru­lega á sjá. mbl.is/​Eggert

„Bráðabirgða-bráðabirgðahús­næði“

Fyr­ir norðan aðal­bygg­ingu spít­al­ans í Foss­vogi standa nokk­ur smærri hús, þar á meðal húsið Greni­borg, sem reist var á átt­unda ára­tugn­um til að hýsa skrif­stof­ur lækna til bráðabirgða.

Greni­borg hef­ur nú verið rýmd, eft­ir að myglu varð vart í hús­inu. Sett­ir hafa verið upp gám­ar í staðinn, litlu nær spít­al­an­um, til að hýsa skrif­stof­ur sömu lækna. 

„Bráðabirgða-bráðabirgðahús­næði,“ kall­ar Ingólf­ur í gamni gám­ana, sem orðnir eru fjöl­marg­ir við spít­ala­bygg­ing­una með þess­ari nýju viðbót í kjöl­far mygl­unn­ar í Greni­borg.

Ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun um hvort það hús verði hrein­lega rifið, en fyrst þarf að meta kostnaðinn við að gera það upp.

Greniborg stendur tóm, eins og Eirberg og fleiri byggingar Landspítalans.
Greni­borg stend­ur tóm, eins og Eir­berg og fleiri bygg­ing­ar Land­spít­al­ans. mbl.is/​Eggert
Hluti gámanna sem komið hefur verið fyrir í Fossvogi. Eru …
Hluti gámanna sem komið hef­ur verið fyr­ir í Foss­vogi. Eru þeir sam­tengd­ir stiga­gangi spít­al­ans. mbl.is/​Eggert

Tæp­lega fimm­tug­ur bráðabirgðagafl

Við kveðjum Vil­hjálm og tök­um skutl­una aft­ur upp að Hring­braut, en hana taka bæði starfs­menn og sjúk­ling­ar spít­al­ans. 

Eft­ir stutta göngu um svæðið verður okk­ur að lok­um litið á hlið bygg­ing­ar, sem illa er far­in, og Ingólf­ur seg­ir að þarfn­ist viðhalds.

„Þetta er bráðabirgðagafl. Þarna átti að rísa viðbygg­ing,“ seg­ir hann.

Síðan eru liðin tæp­lega fimm­tíu ár. Og það sama gild­ir um fleiri bygg­ing­ar spít­al­ans, sem marg­ar risu á sjö­unda og átt­unda ára­tug síðasta ald­ar. Á þeim tíma var gert ráð fyr­ir að við þær yrði byggt á fylgj­andi árum.

Gert var ráð fyrir ýmsum viðbyggingum þegar húsnæði Landspítalans var …
Gert var ráð fyr­ir ýms­um viðbygg­ing­um þegar hús­næði Land­spít­al­ans var reist við Hring­braut. mbl.is/​Eggert

Átti að verða hluti risa­stórr­ar bygg­ing­ar

Til frek­ari sönn­un­ar bend­ir Ingólf­ur til suðurs yfir gömlu Hring­braut­ina, á Læknag­arð sem stend­ur þar einn á berangri, en átti eitt sinn að verða aðeins lít­ill hluti af risa­stórri spít­ala­bygg­ingu. Ber gafl hans þess enn merki.

Menn virðast hafa verið stór­huga á þess­um tíma?

„Það er ein­mitt málið, og ástæðan fyr­ir því að maður geld­ur var­hug við glæst­um hug­mynd­um um bygg­ingu nýs Land­spít­ala á nýj­um stað. Hér allt í kring, hver í sínu horni, eru hálf­karaðir minn­is­varðar um stór­huga menn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert