Svifryksmengun langt yfir heilsuverndarmörkum

Veruleg svifryksmengun getur fylgt flugeldum.
Veruleg svifryksmengun getur fylgt flugeldum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Styrkur svifryks í Reykjavík fyrstu klukkustundina á árinu 2017 var 1.451 míkrógrömm á rúmmetra í mælistöðinni við Grensásveg en á sama tíma í fyrra var styrkurinn 363 mg. Þetta er næstmesta svifryksmengun frá áramótunum 2010.

Frétt mbl.is: Mikil mengun á höfuðborgarsvæðinu

Til samanburðar var styrkur svifryks fyrstu klukkustund ársins 2015 215 míkrógrömm og 2014  245 míkrógrömm. Um áramótin 2013 var styrkur svifryks 475 míkrógrömm, 2012 var hann 1.014 míkrógrömm, og 2011 284 míkrógrömm. Um áramótin 2010 var hann 1.575 míkrógrömm og var svifryk allan þann nýársdag yfir heilsuverndarmörkum.  

Um nýliðin áramót mældist meðalstyrkur svifryks í loftgæðafarstöð við leikskólann Grænuborg við Eiríksgötu 904 míkrógrömm á rúmmetra fyrstu klukkustund nýs árs, í loftgæðafarstöð HER við Rofabæ var hann 1.159 og í stöð UST í Fjölskyldu og húsdýragarðinum 816.

Meðaltalsstyrkurinn á Grensás á nýársdag var 160 míkrógrömm á rúmmetra og fór styrkur svifryks því yfir sólahrings-heilsuverndarmörkin í fyrsta sinn á árinu 2017. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Svifryk var einnig yfir sólarhringsmörkum í hinum 3 loftgæðamælistöðunum í Reykjavík. Hæsta hálftímagildið mældist kl. 01:30 í stöðinni við Grensás, 2418 míkrógr. á rúmmetra.

Hár styrkur svifryks í ár orsakast af því að nánast logn var fyrstu klukkustundir ársins og því lá svifrykið i loftinu lengur. Styrkur svifryks féll hratt niður seinni part nætur.  

Styrkur svifryks fór níu sinnum yfir sólarhringheilsuverndarmörk á nýliðnu ári en hægt er að fylgjast með loftgæðum í Reykjavík hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert