Brynhildur og Róbert hætt í BF

Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall hverfa af pólitíska sviðinu, í …
Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall hverfa af pólitíska sviðinu, í bili að minnsta kosti.

Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall sögðu sig bæði úr Bjartri framtíð í morgun. Þau eru fyrrverandi þingmenn flokksins og segja bæði að ákvörðunin tengist ekkert núverandi stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks.

RÚV greindi fyrst frá málinu.

Hvorugt þeirra ætlaði að halda áfram þingstörfum eftir kosningarnar 29. október síðastliðinn og ætla þau bæði að snúa sér að fyrri störfum. Róbert, sem sat á Alþingi frá 2009 til 2016, ætlar að snúa sér aftur að fjölmiðlastörfum. Brynhildur sat á þingi frá 2013 til 2016 en hún vann áður hjá Neytendasamtökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert