Í varðhald vegna árásar með hækju

Maðurinn var handtekinn 30. desember.
Maðurinn var handtekinn 30. desember.

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að erlendur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til föstudagsins 13. janúar vegna gruns um stórfellda líkamsárás 30. desember.

Í úrskurði héraðsdóms, sem felldur var á gamlársdag, var vísað í greinargerð lögreglu. Þar kemur fram að 12. febrúar síðastliðinn hafi Útlendingastofnun fellt niður rétt mannsins til dvalar á landinu. Var sú ákvörðun staðfest með úrskurði kærunefndar útlendingamála 28. júlí.

Þá segir að 14. desember hafi verið birt fyrir manninum ákvörðun ríkislögreglustjóra, um að honum yrði gert skylt að mæta á lögreglustöðina við Hverfisgötu klukkan 14 á hverjum degi næstu 30 virka daga frá þeim degi.

Hann tilkynnti sig þó aðeins einu sinni hjá lögreglu, eða 15. desember. Var maðurinn svo handtekinn 30. desember, grunaður um stórfellda líkamsárás, með því að hafa slegið annan mann í andlitið með hækju og ítrekað slegið hann hnefahögg í andlitið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert