Stjórnvöld treysti stöðu og framtíð fjölmiðla

Unnið í prentsmiðju Morgunblaðsins.
Unnið í prentsmiðju Morgunblaðsins. mbl.is/Ómar

„Nauðsyn­legt er að stjórn­völd taki af skarið og marki stefnu um það hvernig unnt er að treysta stöðu og framtíð ís­lenskra fjöl­miðla áður en það er orðið of seint. Íslensk­ir fjöl­miðlar eru grunn­ur­inn að því að viðhalda lýðræði, menn­ingu og sam­heldni ís­lenskr­ar þjóðar.“ 

Þetta seg­ir Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fjöl­miðlanefnd­ar, í pistli sín­um í árs­skýrslu stofn­un­ar­inn­ar sem birt var nú fyr­ir jól­in, og fjallað er um á vef Blaðamanna­fé­lags Íslands. 

Fram kem­ur, að Elfa bendi á að fjöl­miðlar um víða ver­öld standi á tíma­mót­um og fjár­hags­staða þeirra, jafnt einka­rek­inna miðla sem rík­is­miðla, sé erfið. Á sama tíma seg­ir hún hlut­verk þeirra sér­stak­lega mik­il­vægt  mik­il­vægt í nú­tíma sam­fé­lagi.

„Á sama tíma hafa fjöl­miðlar sem hafa gildi fag­legr­ar blaðamennsku að leiðarljósi, hvort held­ur einka­rekn­ir eða rík­is­rekn­ir, sjald­an verið eins mik­il­væg­ir og á öld hinna röngu og mis­vís­andi upp­lýs­inga. Ábyrgð þeirra við að miðla hlut­læg­um frétt­um og menn­ing­ar­tengdu efni er mik­il. Fjöl­miðlar eiga að miðla efni sem upp­lýs­ir og stuðlar að sam­fé­lags­legri umræðu, efni sem mennt­ar, fræðir og hvet­ur til gagn­rýn­inn­ar hugs­un­ar. Þeir eiga jafn­framt að miðla sögu, list­um og menn­ingu og ým­is­kon­ar afþrey­ingu.“

Árs­skýrsla Fjöl­miðlanefnd­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert