Vegamótastígur 9 flyst á Grettisgötu

Undirbúningur er hafinn fyrir brottför gamla hússins.
Undirbúningur er hafinn fyrir brottför gamla hússins. mbl.is/Golli

Innan tíðar mun fimm hæða steinsteypt hús rísa við Vegamótastíginn í Reykjavík. Húsið verður byggt á lóðum númer 7 og 9 en á annarri þeirra stendur nú einbýlishús sem byggt var árið 1904.

Húsið sem kennt hefur verið við Vegamótastíg 9 mun á næstunni hverfa þaðan og fá nýjan stað á annarri lóð í miðborg Reykjavíkur, ekki svo fjarri sínum núverandi stað.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í október á síðasta ári umsókn Reir ehf. um að byggja nýtt hús á lóðunum tveimur. Á efri hæðum hússins verður gististaður með 39 herbergjum fyrir 78 gesti en á jarðhæðinni verður opnaður veitingastaður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka