Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, tjáir sig á Facebook-síðu sinni um frétt Stundarinnar um losun efna í skjóli nætur hjá United Silicon.
„Það þarf að gera eitthvað í þessu strax en því miður er það svo að enn og aftur eru eftirlitsstofnanir að bregðast hlutverki sínu,“ segir í færslu Birgittu, sem deilir fréttinni þar sem fullyrt er að kísilverksmiðja United Silicon hafi losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið í skjóli nætur að undaförnu út úr reykhreinsivirki verksmiðjunnar.