Orðlaus vegna afskiptaleysis

Landspítali – háskólasjúkrahús í Fossvogi.
Landspítali – háskólasjúkrahús í Fossvogi. mbl.is/Ómar

Algjört afskiptaleysi beið aldraðrar móður Olgu Ágústdóttur þegar hún var lögð inn á bráðamóttöku Landspítala á nýársdag. Þar var hún sett í einangrun og gefin næring í æð en hún dvaldi þar í tvo daga. Daginn eftir innlögnina, þegar Olga og systir hennar heimsóttu móður sína, höfðu henni ekki verið gefin lyf um kvöldið sem hún átti að taka inn venju samkvæmt og auk þess þurftu þær að sjá um að þrífa hana. „Skýringin sem við fengum var mikið álag,“ segir Olga í samtali við mbl.is.

Olga greinir frá þessari upplifun á Facebook-síðu sinni.  


Olga furðar sig á þessum vinnubrögðum og er síður en svo sátt við hvernig komið var fram við móður hennar. Þegar hún var útskrifuð úr einangrun var reynt að finna stað fyrir móður hennar á spítalanum og fékk systir Olgu leyfi til að fá hana flutta heim því þær voru vissar um að þar fengi hún betri þjónustu.

Nýársdagur annasamasti dagur ársins 

Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri slysa- og bráðadeildar, segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra sjúklinga. Annasamasti dagur ársins á Landspítalanum er nýársdagur, segir Ragna, spurð um álagið þessa daga, á nýársdag fram til þriðjudagsins 3. janúar.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert