Mikil skjálftavirkni við Hengilinn

Af Hengilssvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun.
Af Hengilssvæðinu þar sem til stóð að byggja Bitruvirkjun. Af vefnum hengill.nu

Jarðskjálfti sem mældist 3,8 stig reið yfir á Hengilssvæðinu nú fyrir skömmu. Skjálftinn átti upptök sín í um þriggja km fjarlægð suður af Þingvallavatni og fannst hann víða á höfuðborgarsvæðinu, í Hveragerði, á Selfossi og Nesjavöllum, segir Kristín Jónsdóttir, fagstjóri á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. 

Að sögn Kristínar er enn nokkur skjálftavirkni á svæðinu en skömmu áður en stærsti skjálftinn reið yfir mældist annar skjálfti á svipuðum slóðum upp á 2,8 stig og annar af sömu stærð um tólfleytið.

Bætt við klukkan 12:28

„Í dag 4. janúar kl 11:56 varð jarðskjálfti af stærð 3,8 í Grafningnum, 3 km sunnan við Þingvallavatn. Um 30 jarðskjálftar hafa mælst í hrinunni þegar þetta er skrifað. Skjálfti af stærðinni 2,8 mældist hálftíma áður. Jarðskjálftinn fannst vel víða á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu,“ að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert