Ummerki á tveimur hryssum

Í hesthúsinu fundust sleipiefni og plasthanskar.
Í hesthúsinu fundust sleipiefni og plasthanskar. mbl.is/Eggert

Eig­end­ur hross­anna sem til­kynntu meinta kyn­ferðis­lega mis­notk­un á þeim fundu sleipi­efni, ol­í­ur og plast­hanska í hest­húsi sínu í Garðabæ. Eng­ir áverk­ar fund­ust á hross­un­um en um­merki um kyn­ferðis­lega mis­notk­un fund­ust á að minnsta kosti tveim­ur hryss­um, að sögn Silju Unn­ars­dótt­ur dýra­lækn­is sem er einnig einn af eig­end­um hross­anna.

Frétt mbl.is: Meint dýr­aníð kært til lög­reglu

Silja seg­ir óvíst hvenær sól­ar­hrings meint brot hafi átt sér stað. Lít­ill um­gang­ur var í hest­hús­inu og í hest­húsa­hverf­inu þenn­an dag því vont veður var og því ekki viðrað vel til út­reiða. 

Mat­væla­stofn­un hef­ur kært til lög­reglu meinta kyn­ferðis­lega misnokt­un. MAST fer fram á rann­sókn á mál­inu. Kær­an hef­ur borist lög­reglu­embætt­inu en hún er ekki kom­in inn á borð lög­reglu­stöðvar tvö í Hafnar­f­irði sem mun rann­saka málið ef það er metið sem svo að til­efni þyki.     

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert