Ummerki á tveimur hryssum

Í hesthúsinu fundust sleipiefni og plasthanskar.
Í hesthúsinu fundust sleipiefni og plasthanskar. mbl.is/Eggert

Eigendur hrossanna sem tilkynntu meinta kynferðislega misnotkun á þeim fundu sleipiefni, olíur og plasthanska í hesthúsi sínu í Garðabæ. Engir áverkar fundust á hrossunum en ummerki um kynferðislega misnotkun fundust á að minnsta kosti tveimur hryssum, að sögn Silju Unnarsdóttur dýralæknis sem er einnig einn af eigendum hrossanna.

Frétt mbl.is: Meint dýr­aníð kært til lög­reglu

Silja segir óvíst hvenær sólarhrings meint brot hafi átt sér stað. Lítill umgangur var í hesthúsinu og í hesthúsahverfinu þennan dag því vont veður var og því ekki viðrað vel til útreiða. 

Mat­væla­stofn­un hef­ur kært til lög­reglu meinta kyn­ferðis­lega misnokt­un. MAST fer fram á rannsókn á málinu. Kæran hefur borist lögregluembættinu en hún er ekki komin inn á borð lögreglustöðvar tvö í Hafnarfirði sem mun rannsaka málið ef það er metið sem svo að tilefni þyki.     

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert