„Mér datt aldrei í hug að kæra“

Áslaug var áreitt í gufubaði.
Áslaug var áreitt í gufubaði.

„Ég var kynferðislega áreitt í gufuklefa úti á landi í sumar. “ Þannig hefst pistill Áslaugar Karenar Jóhannsdóttur, blaðamanns á Stundinni, sem birtist á vef Stundarinnar í dag. 

Lýsir Áslaug því þegar hún og vinkona hennar sátu inni í gufuklefa þegar þangað kom sterklega byggður maður í kringum fertugt sem var augljóslega undir áhrifum.

„Hann sagðist vera „ljóti karlinn“ og að hann væri búinn að búa í helli í mörg ár. Síðan varð hann klúr og beindi athyglinni sífellt að líkama mínum. Ég stífnaði öll upp og varð vandræðaleg, en brosti engu að síður kurteislega og sagðist vera frátekin. „Só?“ sagði hann þá. „Við getum samt alveg tekið einn stuttan.““

Áslaug og vinkona hennar reyndu að láta sig hverfa úr gufubaðinu en maðurinn elti og náði þeim á sundlaugabakkanum:

Allt í einu var rifið í handlegginn á mér og þrekinn maðurinn stóð ógnandi yfir mér. Nú þegar við stóðum upprétt gat hann virt líkama minn fyrir sér betur og byrjaði strax að tala með ágengum hætti um vaxtarlag mitt. Þarna stóð ég, á sundfötunum einum fata, og hef aldrei upplifað mig jafn varnarlausa. Ég var raunverulega hrædd, sem hann hlýtur að hafa skynjað þegar ég nánast grátbað hann um að láta mig vera. Þá hló hann og sneri aftur í gufuklefann.“

Konurnar létu sundlaugavörð vita sem sagði að fylgst væri með áðurnefndum manni. Áslaug telur að atvikið hafi haft meiri áhrif á sig en hún viðurkenndi í fyrstu og setur það í samhengi við dóm sem karlmaður fékk fyrir að áreita tvo 17 ára stráka í sundlaug.

Nú er ég alls ekki að gera lítið úr upplifun drengjanna, enda að öllum líkindum sambærileg minni upplifun. Ég skil hvernig þeim leið. En ég velti því hins vegar fyrir mér hvers vegna fyrstu viðbrögð 17 ára drengs eru að kæra athæfið, á meðan ég, háskólagengin kona á þrítugsaldri, læt sömu hegðun yfir mig ganga. Mér datt aldrei í hug að kæra. Aldrei.“  

Pistil Áslaugar er hægt að lesa í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert