Ný Eyjaferja smíðuð í Póllandi

Nýr Herjólfur mun nýta Landeyjahöfn betur en sá gamli.
Nýr Herjólfur mun nýta Landeyjahöfn betur en sá gamli. mbl.is/Árni Sæberg

Enginn bjóðandi hefur kært ákvörðun Ríkiskaupa um að velja tilboð pólsku skipasmíðastöðvarinnar Crist í smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Má því búast við að fljótlega verði fyrirtækinu tilkynnt að tilboði þess hafi verið tekið og síðan gengið endanlega frá málum í skriflegum verksamningi.

Lengi hefur verið unnið að undirbúningi að smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Á síðasta ári voru samþykkt lög sem heimiluðu útboð en því fylgdu engar fjárheimildir.

Smíðin var boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu í sumar og barst fjöldi tilboða. Lægstu tilboðin voru frá þremur kínverskum skipasmíðastöðvum og einni norskri, á bilinu 2,7 til 2,9 milljarðar króna á þágildandi gengi. Unnið hefur verið að skoðun á tilboðunum og samanburði. Fram kom á sínum tíma að Ríkiskaup og Vegagerðin höfðu hug á því að velja norska tilboðið en skipasmíðastöðin dró sig óvænt til baka. Þá var upplýst að verið væri að kanna sérstaklega tilboð frá pólsku skipasmíðastöðinni Crist í Gdansk.

Öllum bjóðendum var tilkynnt á Þorláksmessu að tilboð Crist hefði verið valið og þeim gefinn 10 daga frestur til að gera athugasemdir við þá ákvörðun. Engin kæra barst innan þess frests, samkvæmt upplýsingum Ríkiskaupa, og er því hægt að að tilkynna töku tilboðs og semja við Pólverjana.

Tilboð Crist hljóðaði upp á rúmlega 26,2 milljónir evra sem svarar til 3,1 milljarðs króna á núgildandi gengi. Er það aðeins undir kostnaðaráætlun en rúmlega 600 milljónum kr. yfir lægsta tilboði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert