„Eru þeir búnir að gleyma okkur?“

Björgunarsveitarmaður að störfum.
Björgunarsveitarmaður að störfum. mbl.is/Rax

„Eru þeir búnir að gleyma okkur? Eru þeir farnir? Áttuðu þeir sig ekki á því að við urðum eftir?“ segir David Wilson að hafi farið í gegnum huga sinn og eiginkonu sinnar, Gailu Wilson, eftir að þau urðu viðskila í vélsleðaferð á vegum ferðaþjónustunnar Mountaineers of Iceland í gær.

Í samtali við fréttastofu RÚV segjast þau hafa deilt einum vélsleða, þeim aftasta í röð þar sem ellefu manns voru til viðbótar. Allir hafi átt að aka í röð, hver á eftir öðrum, og leiðsögumaður hafi sagt þeim að yrði einhver viðskila ætti sá hinn sami að bíða kyrr og þá myndi leiðsögumaður koma eftir 5-10 mínútur.

Sú var þó ekki raunin, þegar þeim mistókst að ræsa vélsleða sinn og urðu þar með viðskila, þótt þau hafi síðan beðið í tvo og hálfan tíma á sama stað eftir leiðsögumanninum. Þeim hafi þá verið orðið afar kalt og ákveðið að grafa sig í fönn.

„Konan mín var skelfingu lostin, hún hélt að við myndum deyja þarna,“ segir David.

Björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi björguðu að lokum parinu, sem er þeim mjög þakklátt.

Frétt mbl.is: Parið er fundið

Björgunarsveitir að leit.
Björgunarsveitir að leit.

Loka ætti fyrirtækinu

David er harðorður í garð Mountaineers of Iceland.

„Það ætti að loka fyrirtækinu. Það sendir okkur af stað þegar það er stormviðvörun. Við töluðum við annan leiðsögumann. Hann fór af stað með hóp en sneri til baka eftir 15 mínútur af því að þetta var ekki öruggt,“ segir David. „Í öðru lagi þá kenndu þeir okkur ekki að gangsetja sleðann. Það er alveg fáránlegt.“

Ítarleg umfjöllun RÚV

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka