Komust ekki með sjúkling

Sjúkraflug Mýflugs að lenda á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar.
Sjúkraflug Mýflugs að lenda á neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar. mbl.is/RAX

„Það hefði verið hægt að lenda á vell­in­um ef þessi braut hefði verið opin,“ seg­ir Leif­ur Hall­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Mý­flugs, og vís­ar í máli sínu til þess þegar ekki reynd­ist unnt að flytja gjör­gæslu­sjúk­ling í fyrsta for­gangi frá Ak­ur­eyri und­ir lækn­is­hend­ur í höfuðborg­inni sl. fimmtu­dag þar sem sjúkra­flug­vél gat ekki lent á Reykja­vík­ur­flug­velli vegna erfiðra veður­skil­yrða og þeirr­ar ákvörðunar að loka hinni svo­kölluðu neyðarbraut.

Er þetta í annað skiptið á skömm­um tíma sem ekki er hægt að flytja sjúk­ling af lands­byggðinni með sjúkra­flug­vél til Reykja­vík­ur, en þar áður var um að ræða hjarta­sjúk­ling sem þurfti sér­hæfða meðferð.

Í frétta­skýr­ingu um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Leif­ur um­rædd­an gjör­gæslu­sjúk­ling hafa þurft að bíða í um sól­ar­hring áður en starfs­mönn­um Mý­flugs tókst að flytja hann til borg­ar­inn­ar eft­ir að veður­skil­yrði á Reykja­vík­ur­flug­velli höfðu skánað.

Sig­urður E. Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri lækn­inga á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri, seg­ir þessi at­vik vera dæmi um þær af­leiðing­ar sem fylgi því að loka neyðarbraut­inni án þess að búið sé að tryggja annað og sam­bæri­legt úrræði fyr­ir flugið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert