Björgunarmenn á vakt í Reynisfjöru

Frá aðgerðum björgunarsveita fyrr í dag.
Frá aðgerðum björgunarsveita fyrr í dag. mbl.is/Jónas Erlendsson

Björgunarsveitarmenn standa núna vaktina í Reynis- og Víkurfjöru til að koma í veg fyrir að ferðamenn fari þangað niður.

Að sögn Þorsteins G. Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, verða mennirnir á vakt líklega fram á kvöld.

Þýsk ferðakona fór í sjóinn við Kirkjufjöru fyrr í dag en fannst nokkru síðar vestast í Reynisfjöru.

Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.

Lögreglan á Suðurlandi er einnig búin að setja upp borða við Kirkjufjöru til að loka hana af vegna rannsóknar á slysinu.

Frétt mbl.is: Búið að finna konuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert