Dýpka þarf í Landeyjahöfn

Herjólfur í Landeyjahöfn.
Herjólfur í Landeyjahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dýpka þarf um­tals­vert í Land­eyja­höfn áður en Herjólf­ur get­ur siglt þangað en dýpi í höfn­inni var mælt í síðustu viku.

Á Face­book-síðu Herjólfs kem­ur fram að reynt verður að dýpka höfn­ina ef aðstæður leyfa og tek­ur það um fjóra daga.

Einnig kem­ur þar fram að rétt sé að vara við bjart­sýni um að siglt verði til og frá Land­eyja­höfn næstu mánuðina. Allt fari það eft­ir aðstæðum til dýpk­un­ar og í kjöl­farið aðstæðum til sigl­inga.

Þangað til annað verður til­kynnt mun Herjólf­ur því sigla til Þor­láks­hafn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert