Ríkið kaupir jörðina Fell

Frá Jökulsárlóni.
Frá Jökulsárlóni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rík­is­sjóður ákvað í dag að nýta for­kaups­rétt vegna jarðar­inn­ar Fells í Suður­sveit á grund­velli laga um nátt­úru­vernd, en jörðin er á nátt­úru­m­inja­skrá. Jörðin Fell á land að aust­ur­strönd Jök­uls­ár­lóns á Breiðamerk­urs­andi en lónið er einn vin­sæl­asti ferðamannastaður lands­ins.

Kem­ur þetta fram á heimasíðu fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­is­ins en málið var rætt á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag þar sem Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra kynnti það. Eign­in var seld á nauðung­ar­sölu í haust að beiðni eig­enda jarðar­inn­ar í þeim til­gangi að slíta sam­eign. Jörðin hafði áður verið seld til Fögru­steina, dótt­ur­fé­lags Thule In­vest­ments.

Sölu­verðið var 1.520 millj­ón­ir króna og geng­ur rík­is­sjóður inn í kaup­in á því verði, en gert var ráð fyr­ir kaup­un­um í fjár­auka­lög­um árs­ins 2016. Frest­ur rík­is­sjóðs til þess að ganga inn í kaup­in renn­ur út á morg­un 10. janú­ar sam­kvæmt ákvörðun sýslu­manns­ins á Suður­landi en frest­ur­inn var upp­haf­lega til 11. nóv­em­ber en var fram­lengd­ur þar til á morg­un.

Tals­verð umræða skapaðist um jörðina Fell eft­ir að frétt­ist að hún væri til sölu og hvöttu marg­ir til þess að rík­is­sjóður keypti hana í ljósi þess að hún ligg­ur að Jök­uls­ár­lóni. Meðal þeirra sem lýstu þeirri skoðun sinni að ríkið ætti að kaupa jörðina var Sig­urður Ingi Jó­hanns­son for­sæt­is­ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert